Mjólkurlaust líf

Það eru tveir mjólkursvelgir á heimilinu.  Sá yngri fær sína mjólk í lítravís þegar honum þóknast, en sá eldri er kominn í straff.  Ágúst Ísleifur hefur verið að fá svolítið illt í magann, og þá er oft fyrsta skrefið að banna móðurinni að drekka mjólk til að athuga hvort það bæti ástandið.  Móðirin er miður sín, ég er vön að moka í mig mjólkurafurðum allan daginn og nú veit ég ekkert hvað ég á að borða, ísskápurinn er t.d. fullur af alls konar æðislegum ostum (a.m.k. 7 tegundir) og jógúrt og ég stari bara inn í hann og má ekkert borða.  Jú ávexti og grænmeti auðvitað, brauð (en með hverju? Verð að senda Ágúst í búðina að kaupa álegg).  Þarf bara aðeins að brúka hugmyndaflugið og þá fæ ég nóg í magann minn svo Ágúst yngsti fái ekki í magann sinn, vona allavegana að þetta virki því það er svo agalegt þegar drengurinn grætur og er alveg óhuggandi, en það er samt sem betur fer ekki oft.

Við þurftum reyndar með stráksa til læknis í gær út af allt öðru, ég sá í gærmorgun að hann var komin með sýkingu við og undir nöglina á einum fingri og læknirinn stakk á því og kreisti út, liggur við að ég segi að sem betur fer var Ágúst Ísleifur hvorteðer organdi út af maganum því þetta var pottþétt sárt...  Síðan þarf að hafa fingurinn í heitu sápuvatni í 15 mínútur 3x á dag, við látum piltinn bara setjast í stól og segjum honum að hafa höndina kyrra í vatninu mwahahaha Tounge

Svo á Ágúst Ísleifur stórafmæli í dag! Tveggja vikna gutti, bæði ótrúlega stutt síðan hann fæddist og líka ótrúlegt að við höfum ekki alltaf "átt" hann.  Og bara rúm vika þangað til við komum með litla böggulinn heim til Íslands Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er dásamlegt fyrir litla manninn að þú skulir mjólka svona vel.

Það var alveg sama hvað maður reyndi að sneiða hjá hinu og þessu ekkert virkaði, málið var nefnilega að engum datt í hug að það gæti verið kúamjólkin sem var ,,terrorristinn" og olli öllum vöku nóttunum.

Hvernig átti manni að detta í hug að þessar dásamlegu veigar og ostar gætu orsakað magapínu hjá hvítvoðungum?

tengdó (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Drengurinn þyrfti helst að vera í regngalla því ef hann sleppir brjóstinu þá gengur á með gusunum, nóg af mjólk á þessum bæ...

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 8.7.2008 kl. 13:16

3 identicon

Voruð þið búin að átta ykkur á því að prinsinn Ísleifur er Jónsmessubarn?

ammakisa (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:22

4 identicon

Mjólkurbannið hafði nú ekkert að segja hjá okkur Snorra - nema þá helst að ég var oftar fyrir vikið oftar svöng. Eftir 4 vikur benti ljósmóðirin mín okkur á Skýrni, dropa frá Kolbrúnu grasalækni sem eru eiginlega bara rosalega mikið útþynnt piparminntu, fennel og kamillute og það var eins og við manninn mælt, loftið kom út um báða enda og magakveisan svona nánast fyrir bí. En hann hafði hins vegar misst hæfileikann til að sofa svo það voru aðrar 8 vikur af svefnleysi þangað til við náðum að koma skikk á það mál. En börnin eru mjög misjöfn og það sem virkar fyrir eitt virkar ekki fyrir annað,- þið komist í gengum þetta tímabil og gleymið því svo skömmu síðar (amk. smáatriðunum).

Kveðja af Þjórsárgötunni. 

Elín Björk (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband