29.6.2008 | 14:11
Glúglúglúg...
Lífið í Lindeparken er aðeins að komast í fastari skorður. Vantar ekkert upp á mjólkina hjá mömmunni núna, gæti satt best að segja mjólkað ofan í heila herdeild og Ágúst Ísleifur hefur ekki undan að drekka, þarf reyndar bara að opna munninn og varla að sjúga til að fá sitt! Hann er allur að koma til á brjóstinu, hefur ekki fengið af bikar síðan í gær og bítur ekkert svo agalega fast, honum er samt stundum allt of mikið niðri fyrir til að sjúga, óttalegur kjáni...
Það kemur sér nú sjálfsagt vel áfram að hafa pumpugræjuna frá Elínu því ég þurfti t.d. að tæma fyrir háttinn í gærkvöldi til þess að geta farið að sofa. En það kemst vonandi jafnvægi á framboð og eftirspurn fljótlega.
Núna einbeitum við okkur bara að brjóstagjöf og bleiuskiptum, langmesti tíminn fer í drykkjarmálin og þess á milli sefur stráksi og ég gjarnan með honum. Kemur nú samt að því að við tökum fleiri myndir og setjum á netið, t.d. af syninum í fínu vöggunni sinni, vaggan er mjööög stór fyrir litla manninn! Þar lúrir hann einmitt núna í lopasokkunum sem mamman prjónaði, mjög notalegir.
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað gegnur vel hjá ykkur þar nú að fara kíkja á prinsinn og móðurina ;) En flottar myndir af þeim stutta;)
bestu kveðjur
Magga Sör
Magga Sör (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:05
Stórkostlegt.
Einsi.
Einar Clausen (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:15
Hjartanlegar hamingjuóskir með fallega strákinn ykkar. Verð að taka fram hvað móðirin lítur rosalega vel út.
Gangi ykkur vel í brjóstagjafayndislegheitum og kúri.
Bryndís Ýr (úr Langholtsgenginu)
Bryndís Ýr (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.