Hugleiðingar um belgvídd

Þar sem ég nálgast óðum "settan dag" krílisins (1. júlí) þá dettur mér ekki í hug að láta eins og ég hugsi um eitthvað annað en barnið í maganum, þannig fúnkerar einfaldlega (verðandi-) móðurheilinn.  Og varla á það eftir að batna þegar afkomandinn er kominn í heiminn, ætli komist nokkuð annað að í hausnum á mér þá nema barn og slef og bleiur og grenj etc, prófið að tala við mig eftir svona ár ef þið viljið losna við kúkatalið (held ég, kannski verð ég fyrir varanlegum skaða).

En það er ekki bara barnið sem er milli tannana á fólki, líka bumban löngu áður en barnið mætir á svæðið.  Ég hef gengið í gegnum marga bumbustærðarfasa og lengi vel fannst mér ég alltaf vera með kúlu í "vitlausri" stærð, fékk til skiptis athugasemdir um hvað hún væri stór eða lítil og dró náttúrulega magann inn og út eftir því til að falla betur í kramið Tounge

Síðan gerðist það að vatnið óx og óx og ég breyttist í fíl, þá komu tvíburaspurningarnar (ertu aaaalveg viss...) og fullyrðingar um reikningsskekkju, ég væri ábyggilega komin miklu lengra.  Enda leit ég út fyrir að vera á leiðinni beint upp á fæðingardeild þegar ég var komin 7 mánuði.  En þetta var allt blekking, belgverjann langaði bara í innanhússundlaug svo hann hefði nóg pláss og ég lét það eftir honum, danska ljósmóðirin sagði m.a.s. að það væri rigeligt med vand derinde.  Síðan stækkaði kúlan ekki neitt meira! Belgvíddin er sú sama og fyrir mánuði og sést enginn munur á myndum! Barnið bara spratt og fyllir betur út í, rassinn skýst stundum langt út fyrir skynsamleg mörk og hné og iljar í allar áttir, en núna er bumban bara nett miðað við 9 mánuði LoL

Boðskapurinn í sögunni: Það er ekki til neitt sem heitir rétt bumbustærð og hananú.

IMG_0062[1]

(Hvað varð annars af tánum á mér?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

muahahahahah ógissla fyndin mynd

Lovísa (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband