Nýjasta heimilistækið og gestagangurinn

Núna erum við að tala um alvöru heimili með alvöru heimilistæki, hrærivélin er mætt!

Kenwood

Búið að standa til í mörg ár að fjárfesta í hrærivél en vegna almenns plássleysis hefur því verið frestað þar til nú.  Kenwood Chef vél varð fyrir valinu (og að sjálfsögðu tókst mér að fá fínni týpu en ég borgaði fyrir, hagsýna húsmóðirin rokkar feitt að vanda) og var vígð með súkkulaðikökubakstri í gærkvöldi, mmm.... (er einmitt að moka í mig köku í morgunmat líka núna, samt búin að fá mér holla skammtinn af múslí og brauði á undan, engar áhyggjur).

Annars er það að frétta af heimilishaldinu að við vorum að senda tengdó af stað í lestinni til Hallveigar, 12 tíma lestarferð suður til Belgíu púff.  En ætli hún sé ekki bara fegin að losna Tounge, búið að þræla henni þvílíkt út í hjólastólaakstri, innkaupum, saumaskap, prjónaskap, þvottum, strauningu (hún straujaði m.a.s. taubleiurnar en það var ekki mér að kenna LoL) etc.  Vona að hún jafni sig fljótlega og þori að heimsækja okkur aftur...

Dagbjört læknastúlka gerði sér lítið fyrir og mætti líka í heimsókn á mánudaginn, var í Odense að heimsækja systur sína sem þar býr (og er nýbúinn að fæða lítinn fínan gutta) og skaust hingað og gisti eina nótt.  Hún tók þátt í hjólastólarallinu og við örkuðum þrjár um allan bæ með tilheyrandi ískaupum o.fl. og bæði hún og tengdamamma stóðu sig býsna vel í fatakaupunum (gulljakkinn er bara gordjös), ég lét mér nægja að skoða hvað ég ætla að kaupa þegar ég passa aftur í eðlileg föt!

Þarna sést burðardýrið fyrir innkaupakonurnar bíða eftir strætó (búið að taka hrúguna ofan af mér svo þetta líti betur út), hvert fór annars sólin?

IMG_0057

Svo náðist þessi fína mynd af mér að veifa mallanum framan í jordbærtorten.

IMG_0062

Þrengslin í belgnum eru farin að há mér töluvert, t.d. komst ég að því í gærkvöldi að það er alls ekki pláss bæði fyrir barnið og tvær vel troðnar tortilla-kökur plús súkkulaðiköku, hélt að ég myndi í alvörunni springa æjæjæj.  Af hverju lét ég mér ekki bara nægja eina tortilla eins og Ágúst og tengdamamma???? Ekki að spyrja að græðginni í þessum óléttu konum.

Fór nú til ljósmóðurinnar í gærmorgun og var sár og svekkt og stórhneyksluð þegar hún gaf mér tíma næst 2. júlí, ætla að vera lööööngu búin að fæða barn þá takk fyrir.  Best að drífa mig út að hjóla til að það fari eitthvað að gerast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín aldeilis orðin myndarleg!!!!   Til lukku með tryllitækið (þ.e. hrærivélina).... Spurning hvort maður þori í heimsókn....

Kossar og knús!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Aldrei hef ég átt svona flotta hrærivél, öööfund...

og jordbærlagkage heitir það víst, tærte ef það er pæ og tort er eitthvað allt annað

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:11

3 identicon

Mmmm....., súkkulaðikaka. Ég fór beint að ísskápnum og náði mér í sneið af súkkulaðikökunni sem ég bakaði í gærkvöldi. Hvaldraðmaðurkunnikkjaðbaka?..... Betty...  Gaman að fylgjast með ykkur. Þú tekur þig vel út á "fjórhjólinu" og ert hjólanörðum til sóma sem aldrei fyrr. Beztu kveðjur til Ágústar og Ukkar allra.

P.s.: Talandi um Ágúst og hugsandi um skeggið hans "heitið" þá dettur mér eitt í hug: Fyrir um 15 árum fór ég, einu sinni sem oftar,  til Neskaupstaðar að heimsækja vin minn sem þar þá bjó. Á þeim tíma flaug "Íslandsflug", sem þá var og hét, m.a. beint til Neskaupstaðar og ég nýtti mér það þó nokkrum sinnum. Farkosturinn var Dornier 228, óhemju skemmtileg (?) 19 sæta flugvél sem flogið getur á hvolfi á öðrum hreyflinum, þarf sirka 12 metra langa flugbraut og bakað getur 18 tommu pizzu á meðan (Já, ég veit; useless info, "ónytjaupplýsingar"?) Nema hvað, Kiddi, vinur minn, kemur á flugvöllinn að sækja mig, með svo ljóta aðkenningu að yfirvaraskeggi að ég kunni ekki einu sinni við að hlæja að honum og segja honum hvað þetta væri hrikalega ljótt kvikindi sem hann hefði hangandi utan í efri vörinni. Ég varð eiginlega, eftirá að hyggja, bara algerlega sunnan við mig, svo ljótt var það. Við förum heim til hans, hann gefur mér að borða, við setjumst að vídeóglápi, enginn segir orð, male bonding at its best, allir sáttir eða hvað? Eftir drykklanga stund segir minn maður: "Einar, nú er ég bara virkilega sár út í þig". Ha, segi ég og skil ekki neitt í neinu. "Já. Ég er búinn að hafa fyrir því að safna þessum fína "FÆREYINGI" og þú segir ekki einu sinni að þetta sé ljótt!!"

Einar Clausen (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Einsi þú ert schnillingur, Færeyingurinn lengdi líf mitt til muna...

Já og mjög gott fyrir sálina að kalla spítthjólastólinn fjórhjól!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:29

5 identicon

Haha eg hafdi bara gaman af ad yta stolnum og held ad eg hafi ekki borid skada af. Eg er ad skrifa a utlenskt lyklabord og tad er erfidara en ad keyra hjolastolinn og fa okeypis heilsuraekt i Horsens. Takk fyrir mig:

ammakisa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband