10.6.2008 | 15:37
Þetta er orðið gott, Ingibjörg...
Nú eru 37 vikur síðan þroskaferli belgverjans hófst sem hálfþroskað egg djúpt í innviðum móður sinnar (og 35 vikur síðan fullþroskað eggið hitti spennandi frumu af "hinu kyninu") og barnið telst opinberlega fullþroskað og fullburða (en þarf samt að bíða í viku til viðbótar svo pabbinn geti skroppið í brúðkaup á Íslandi næstu helgi).
Tengdamamma er á leiðinni til að fylgjast með framgangi mála, en lestin frá Köben er stopp af på grund af personpåkørsel og guð má vita hvenær frúin hefur það alla leið til Horsens, púff, hún er núna að bíða eftir rútum sem ferja liðið milli Fredericia og Vejle (fyrir þá sem eru klókir í danskri landafræði). Ég kætti ferðalanginn með því að tilkynna henni í símann að ég væri búin að setja upp grjónagraut og henda í brauðvélina þannig að hún verður a.m.k. sæmilega fóðruð þegar hún loksins kemur .
En stærstu fréttirnar af öllu eru kannski að það er ekki sól!! Ekkert sólbað í dag omg stórfurðulegt. Er í staðinn búin að æfa mig dálítið á píanóið (tríósónötu í d moll nánar tiltekið) og er búin að komast að því að ég lendi í stökustu vandræðum þegar vinstri höndin þarf að fara of langt upp til hægri, þá strandar allt á bumbunni . Væri líka mjög áhugavert að reyna að spila þetta á orgel, veit ekki hvort ég gæti haldið balans með yfirþyngd að framan, hendurnar í kross og lappirnar á fullu, mundi líklega detta á nefið og festa það milli cís og dís á 2. borði og búa samtímis til klösterhljóm á 1. borð með bumbunni...
Athugasemdir
Sólin flúði yfir til Belgíu í dag
Heyrðu hvernig er það annars Lára mín, hvenær, það er að segja, hvaða dag kemur svo hún mamma mín til mín? Það er ekki alveg nóg fyrir mig að vita að það er kl 22.01
Kær kveðja á laglega læknasetrið
xxx
Hallveig (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:17
Hmm... þið mæðgur eruð að klikka á smáatriðunum! Föstudaginn 19. skúbba ég mömmu þinni upp í lestina hérna megin, svo er bara að vona það besta að hún endi á réttum stað eftir 5 lestarskiptingar...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 11.6.2008 kl. 06:58
híhíhí...
Elsku Lára mín, hver er að klikka á smáatriðunum ?
...meinarðu ekki að mamma kemur með lestinni FIMMTUDAGINN 19 ?!
Hallveig (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:07
Hah! Náðir mér aldeilis! Ætli þetta sé ekki bara af því hvað ég er léleg í dönsku... Meinti fimmtudaginn...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 11.6.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.