9.6.2008 | 14:00
Bölvaðir Baunarnir
Jájá við máttum sosum alveg vita það að við værum að flytja til stórreykingalands, en hefðum þó tæplega gert það nema ástandið hefði aðeins verið að skána síðustu árin, meira og minna bannað að reykja á veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og m.a.s. spítalanum. Hugarfarið hefur samt lítið breyst jafnvel þó að hennar hátign æðstistrompur sé hætt að reykja opinberlega, það er nebla ekki þannig að það sem sést ekki sé ekki til.
Og viti menn, komst að því í dag að danskinum finnst alveg sjálfsagt að setjast við hliðiná kasóléttu konunni í strætóskýlinu og kveikja í sígó, oj oj oj ojbarasta. M.a.s. allir Danirnir sem komu í strætóskýlið fengu sér að reykja, ég sá mitt ráð óvænna og flúði.
Mér finnst nógu ógeðslegt og dónalegt að reykja ofan í aðra svona almennt, en sérstaklega yfirgengilegt að pústa beint framan í ófrískar konur og hananú, fjandinn eigi ykkur reykingapakk sem getið ekki haldið ykkur frá mér.
Athugasemdir
Það var lagið, láttu þá heyra það og fá það óþvegið bölvaða strumpana/strompana.
Það er hart að maður skuli þurfa að flýja úr strætóskýli, en hef lent í því hér heima.
kv tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:19
dónar eru þetta!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 17:33
Þeir eru stundum svo miklar lummur, greyin
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.