14.5.2008 | 14:23
Nánari skýringar
Fá orð geta haft miklar afleiðingar. Eftir að ég var farin heim úr frægðarfýluförinni til Horsens og Haukur var einn eftir Ágústi til halds og trausts, þá rákust þeir á Dana með þessa líka svakalegu hormottu. Haukur sagði við Ágúst:
Vertu svona þegar þú kemur heim.
Ágúst tók hann sem sagt á orðinu. Sem betur fer, svona fyrir starfsheiðurinn og almennan heiður Ágústar, þá byrjaði hann á því að safna alskeggi (sem er sosum nógu slæmt) og rakaði svo allt nema hormottuna áður en hann kom heim. Að eigin sögn átti hann mjög erfitt með að horfa framan í fólk á leiðinni heim því hann var svo meðvitaður um að hann leit út eins og fáviti (= Dani) og þurfti að berjast við hláturinn. Þegar hann svo mætti í Hlíðarhjallann að finna konu sína þá lá ég afvelta uppi í sófa en Mamma og Elín tóku á móti gæjanum frammi við dyr og hlógu eins og vitleysingar, ég skildi ekki neitt í neinu. Síðan sá ég að ég hafði misst eiginmanninn og í staðinn var kominn danskur verkamaður, engin furða að ég hafi ekki orðið neitt sérstaklega glöð...
Athugasemdir
Ef hann hefði verið svolítið norskur eða ungverskur í útliti, það hefði verið þolanlegt en að vera svona danskur í útliti (sem hann er) er hræðilegt.
Hallveig Guðný Kolsöe (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:22
Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá myndirnar af Ukkur! Þetta er hoppandi snilld. Ég fékk líka nákvæma frásögn af þessu frá Gurru (konunni minni) þegar ég kom heim í gærkveldi. Hún taldi sig sko aldeilis vera búna að eignast enn einn bandamanninn í baráttunnni gegn "stingukallinum, tíu-árum-eldri-kallinum, snjómanninum-ógurlega-kallinum, þú-ert-svo-miklu-sætari-skegglaus-kallinum og blablabla...."
Einar Clausen (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:02
Þetta var ekki mér að kenna!
Haukur (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.