Pabbar og brjóstagjafanámskeið

Ég er að fara á foreldranámskeið (fræðslu um fæðinguna og blabla) á eftir, alein að sjálfsögðu því pabbinn er í Danmörku.  Ágúst er líka að fara á foreldranámskeið í dag, aleinn að sjálfsögðu því mamman er á Íslandi!  Það er nebla þannig að við náðum ekki að komast að saman á námskeið áður en Ágúst fór út.  Svo er einn möguleiki fyrir okkur að fara saman á námskeið í Horsens eftir að ég kem út og áður en unginn skýst út, nema hvað foreldranámskeiðið og brjóstagjafanámskeiðið er sama kvöldið þannig að við þurfum að velja á milli.  Ég var eiginlega búin að ákveða að við færum þá saman á foreldradæmið, og viti menn, Ágúst ákvað þá að best væri að hann færi einn á brjóstagjafanámskeiðið fyrir okkar hönd! (sem er í dag líka) Það hefði sjálfsagt verið mjög upplífgandi fyrir jafnréttisumræðuna...  En svo kemst ég ekki að á brjóstagjafanámskeið hér heima svo við förum saman á það úti.  Ég hef aldrei skrifað svona oft um brjóst í jafnstuttum texta.

En ég hef víst fátt annað að skrifa um en óléttu og prjón því það gerist voða lítið í lífinu.  Heimurinn takmarkast við þríhyrninginn sófi-wc-eldhús.  Ég fór út úr húsi á laugardaginn og hafði þá ekki farið neitt síðan á miðvikudag.  Og hvert skyldi ég hafa farið annað en í bleiubúðina að rannsaka taubleiur...  (Jájá segið bara það sem þið hugsið "blessuð vertu þú átt eftir að gefast upp á þessu" en verið samt svo elskuleg að segja það ekki endilega í mín eyru, nennekkaðhlustáetta GetLost, áskil mér samt rétt til að hætta við af taubleiustand af eigin hvötum hvenær sem er).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það töff að íhuga þennan möguleika með taubleyjurnar hvernig sem það svo fer.

Hvar fer kona á fæðingarnámskeið? Ég vona að það komi upp spaugilegar aðstæður sem valda bloggi í síðasta lagi á morgun... Einhver sem spyr asnalega eða gerir eitthvað asnalegt eða hlær asnalega. Getiggibeðið.

Dagbjört (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég hélt út alveg svolítið lengi, og stórgræddi á þessu (þar sem ég fékk bleyjurnar lánaðar, hehe)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:13

3 identicon

Systir mín hélt út með þrjú börn, blessuð sé minning hennar, og ég er ekki frá því að börnin hennar séu gáfaðri og fyndnari en börn sem notuðu eingöngu ekkitaubleiur.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Fínt að nota taubleyjur ábyggilega, ef ég hefði smá tíma aflögu myndi ég gera það, kemst nú varla yfir það einu sinni að þvo þennan dagsdaglega þvott svo ég sleppti því en ég íhugaði það lengi:)

Móðir, kona, sporðdreki:), 8.5.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband