Æsispennandi!!

Já eða þannig, aðalspennan núna er hvað gerist næst í desperat hásvæfs og hvernig mér gengur að gera hælinn á sokkinn...  Jú og hvort það verði sól á svölunum svo ég geti fari í sólbað.  Er m.a.s. búnað beila á jóganu, hef alltaf ætlað að mæta í næsta tíma í meira en 2 vikur en þessi næsti tími er bara ekkert að fara að koma meðan það er of mikil áreynsla fyrir mig að fara í bað Errm.  Og ég sem hef gert grín að jóga í mörg ár! Ógeðslega gott á mig að það reynist svo vera of erfitt fyrir mig Tounge.

En ég fer bara á kostum í prjónaskapnum í staðinn, verst að sjálfsálitið og montstuðullinn hrundi þegar ég heimsótti Auði í gær (á Sjafnargötu 7) og það kom í ljós að meðan ég afrekaði heila 2 vettlinga og byrjaði á stroffi á sokk þá hafði Auður klárað vettlingapar, sokkapar, og kláraði sokkapar nr. 2 meðan ég sat og rembdist í þessu sama stroffi, aaaaarrrrrgggg.  Hún er líka óða ólétta prjónakonan sem var orðin leið á að prjóna allt í hlutlausum lit (hún er með barn af óþekk(t)u kyni í maganum) svo þegar hún ákvað að prjóna húfu þá barasta prjónaði hún eina bleika og eina bláa.  Sýndi mér svo húfurnar og kom í ljós að jújú hún hafði nú prjónað eina gula í leiðinni...

Soldið skrýtið að mæta í heimsókn "heim til sín", var búin að draga upp húslykilinn áður en ég fattaði að ég bjó ekki þarna, en þar sem var hvorteðer ólæst óð ég samt inn (maður lætur ekki kasóléttar konur standa upp að óþörfu).  Það er enginn flygill í stofunni, þarf að segja eitthvað meira um hvað allt er gjörbreytt! Í staðinn er nett sófasett í boganum góða, og svo heilt borðstofusett og skenkur þar sem mitt sófasett var, og samt nóg pláss eftir t.d. fyrir lítið kríli að æfa veltur og skriðtækni.  Og krílið er nú væntanlegt á hverri stundu, styttist í settan dag og litla Ausipaus eða lítinn Eyfaling.

En þetta minnir mig á hvað ég hlakka til að búa í risastóru einbýlishúsi þar sem er flygill og sófasett og borðstofusett og allt mögulegt í stofunni og samt pláss til að snúa sér í hringi Happy.  Já og hægt að æfa langskrið eftir endilangri stofunni, krakkinn verður í æfingabúðum allan daginn.  Eini gallinn er að húsið er frekar langt frá öllum sem ég þekki Crying.

Fór líka í eina heimsókn um helgina, alla leið á Eyrarbakka! Ég og Harpa Barkar (gradualekórinn, nobili, leiðsöguskólinn) heimsóttum bekkjarsystur okkar úr gönguleiðsögninni sem á þriggja vikna Herdísi Heklu.  Hún er algjört rassgat, og foreldrunum varð svo mikið um þegar kom í ljós að hún var á leiðinni að þau keyptu sér heilt hús á Eyrarbakka til að hafa nóg pláss, agalega krúttlegt ábyggilega eldgamalt hús. 

En já þó ég sé að æsast í heimsóknir "út um allt" þá er því miður takmarkaður kvóti á hvað ég "get" mikið, sleppur að fara út max. einu sinni á dag, annars verð ég alveg ómöguleg hnuss.  Og omg þessi skelfilegi stigi upp á 3. hæð hjá mömmu.  En nenni ekki að röfla um það núna, klára frekar hælinn og góni á despó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að segja mömmu frá því hvað þú ert efnilegur prjónari ;)

Auður Agla (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Dugnaður í þér hormónakona:) Það er alls ekki það skemmtilegasta í heimi að vera settur í veikindabann, var nú alveg síðustu 4 mánuðina með Kötlu innanborðs í veikindaleyfi og manni leiðist helling allavega mér, en allt fyrir litla dýrmæta barnið Lára mín:) Og í lokin fæðingaorlofssjóður er horror vægt til orða tekið, ofsalega fegin að okkar samskiptum er lokið:) Farðu vel með þig...kv Ernan

Móðir, kona, sporðdreki:), 30.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband