25.4.2008 | 11:24
Afmæli í gær!
Við Ágúst áttum enn eitt afmælið í gær, erum búin að vera saman í heil 8 ár! Mikið vatn runnið til sjávar síðan (tiltölulega) ungur drengur bauð ungri stúlku út að borða á Lækjarbrekku og kvöldið endaði með kossi
En núna er þetta náttúrulega allt öðruvísi, ég ligg uppí sófa kasólétt og grömpí og Ágúst flúði land til að vinna fyrir ómegðinni
En dagurinn í gær var nú ekki al-grömpí, fyrir það fyrsta þá hringdi Ágúst í konuna sína og það er svo sannarlega í frásögur færandi því hann pantaði heimasímann fyrir 3 vikum, og hann var loksins kominn í gagnið í gær, aðeins rúmri viku á eftir áætlun... (síminn er +45 35 10 89 89 ef þið viljið spjalla við drenginn).
Síðan fékk ég góða heimsókn frá þeim mæðgum Sigurbjörgu (28 ára) og Þorbjörgu Þulu (8 mánaða). Sibba mætti með prjónadótið og uppskriftir og kom mér af stað í vettlingaprjóni! Og til að peppa mig upp gaf hún mér (okkur) m.a.s. vettlinga og sokka á krílið, nú verð ég sko að standa mig a.m.k. jafnvel! Er að verða búin með stroffið á einum vettling.. (og já það er nú meira en að segja það, stroffið er sko með uppábroti og heilir 8 cm, vaaaaááá).
Mæðgur voru rétt nýfarnar þegar tengdapabbi birtist með sumardagsblóm og hafði ofan af fyrir mér í dáldinn tíma (jájá ég viðurkenni, ég þarf pössun).
Svo má ekki gleyma að mamma var líka búin að gefa "mér" sumargjöf, grunsamlega litla silki-prjónahúfu sem var alls ekki merkt 25-30 ára heldur 3-6 mánaða, ég held að gjöfin sé í raun og veru ekki til mín heldur belgverjans.
Athugasemdir
Mikið varð ég fegin um árið þegar ungi drengurinn herti sig loksins upp og bauð stúlkunni út að borða. Málið allt var farið að hvíla dálítið þungt á mér. Til hamingju með daginn.
orgelstelpa (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.