Lára ehf

hefur sagt upp eina starfsmanninum og er fyrirtækið nú lokað.  Það verður þó starfrækt áfram að einhverju leyti undir nýrri kennitölu og heitinu Lára&co ehf.  Fyrst um sinn verður þó aðeins einn starfsmaður og tekur hann eingöngu að sér sérhæfð verkefni á borð við svefn, át, hvíld, sjónvarpsgláp, bóklestur og útsaum.  Áætlað er að fjölga starfsmönnum í júlí og bæta við aðstoðarmanni.  Aðstoðarmaðurinn verður í þjálfun í ca. 18 ár og veldur líklega tvöföldu álagi á starfsmanninn sem fyrir er, en það er víst algengt á vinnumarkaðnum, sérstaklega í svona atvinnubótavinnu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því að átján ára þjálfun telst hraðleið nú til dags.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband