18.4.2008 | 15:14
Mín hinsta jarðarför
Já ég söng mitt síðasta í gær, veit ekki hvað ég var eiginlega að reyna en þóttist syngja í einni jarðarför en beilaði á þeirri seinni og fór heim í bælið og hef verið þar síðan. Ljósan sagði í gær að ég ætti að minnka við mig vinnu (hmm.. segir ekki) en ég fer til læknis á mánudaginn og hann segir þá kannski hvað ég sé mörg prósent ónýt... Veit samt ekki alveg hvernig þetta virkar með verktakavinnu (er nebla verktaki í Grafarvoginum eins og öllu öðru), vona allavegana að fæðingarorlofssjóður (uppáhaldsstofnunin mín) fáist til að borga mér einhver lúsar-veikindalaun sem duga fyrir poppinu og kókinu yfir öllu imbaglápinu þessa dagana. Auðvitað fúlt að missa af tekjum og allt það, en þessi krakki á hvorteðer eftir að vera svo brjálæðislega dýr að þetta munar engu. Hugsa sér öll hjólin sem þarf að kaupa undir hann (götuhjól, keppnishjól, fjallahjól, æfingahjól), einkatímar á orgel og öll möguleg hljóðfæri, bankareikningurinn minn verður bara hræddur ef ég held áfram.
Dagskráin samt búin að vera ótrúlega stíf í dag, heilir 2 organistar búnir að koma í heimsókn út af Biskupsstofu-/Söngvasjóðsmálum (Múhameð og fjallið - ekki fer ég út að hitta neinn) og svo er ég búin með heilmarga Scrubs-þætti og sauma svolítið út þess á milli...
Mamma ætlar síðan að tryggja það að við belgverjinn verðum stór og feit og sjóða kjötsúpu í kvöld, namminamm. Kannski ég reyni að hafa einhver áhrif á það sem fram fer í pottinum úr því að ég geri nú einu sinni bestu kjötsúpu í heimi, allavegana finnst okkur Ágústi það! Mamma verður alltaf jafnhissa þegar ég tel upp allt sem ég set í súpuna og hváir sérstaklega yfir hvítlauknum (oft, oft, í mörg ár). Í beinu framhaldi má minna á að ég geri líka besta saltkjöt og baunir í heimi (líka með hvítlauk).
Já og loksins getur mamma soðið kjötsúpu skammlaust, fékk svaka flottan 10 lítra pott í snemmbúna sumargjöf frá Gísla og hann trónir stoltur á eldavélinni og getur ekki beðið eftir að komast í gagnið. Hefur verið hálfneyðarlegt fyrir húsmóðurina hana Sigríði Teitsdóttur að þurfa að fá lánaðan pott hjá börnunum!
Athugasemdir
Ég sé Gísla ljóslifandi fyrir mér þar sem hann trónir stoltur á eldavélinni óg bíður eftir að komast í gagnið. Segi svo sem ekki meira um það ;)
Auður Agla (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.