14.4.2008 | 20:09
Rabbarbarasulta og annað meðlæti
Var að moka í mig lambasteikinni með brúnni sósu og kartöflum og vææææænnni hrúgu af rabarbarasultu (frá mömmu ovkors) og þá rifjaðist upp fyrir mér hvað kjötbúðingurinn hennar ömmu á Brún var alltaf dásamlega góður með kartöflum og vel af sultu, í framhaldi af því rifjaðist svo upp fyrir mér að ég fékk einmitt uppskriftina hjá Deddu frænku í síðustu heimsókn, aldrei að vita nema verði framreidd dönsk útgáfa af ködbuding með syltetöj í Lindeparken einhvern tímann .
Kjötbúðingur Ömmu á Brún: 500 g nautahakk - ½ bolli tómatsósa - ½ bolli haframjöl - ¼ bolli saxaður laukur - 1 egg - 1 tsk. salt - ½ tsk. pipar - ½ tsk. hvítlaukssalt - 1 tsk. kjötkraftur - Smjör(líkis)biti ofan á - Bakað við 200°C í ca. 30 mín.En svo rifjaðist líka upp fyrir mér "meðlætisrifrildi" okkar Ólafar í gærkvöldi. Hún fór eitthvað að tala um hvað hefði nú verið gott að stappa matinn saman í gamla daga (fiskur og tómatsósa t.d.) og ég minnist á dásemdina við að grauta slátri, kartöflum rófum og öllu öðru saman á disknum og svo veeeel af uppstúf yfir. Ólöf gat ekki dulið hneykslunina. Uppstúf á slátur, þvílík og önnur eins vitleysa, það á að borða kartöflustöppu með slátrinu. Uppstúf með hangikjöti. Þá greip ég nú inn í og benti á að það á ekkert að vera sulla uppstúf á hangikjötið heldur borða kartöflustöppu með og ekkert kjaftæði. Grundvallarágreiningur. Bara svo að enginn fari að óttast þá skildum við Ólöf þrátt fyrir allt sem vinkonur síðar um kvöldið...
Athugasemdir
Ég er nú eiginlega bara ennþá í sjokki (ha? ertu bara í einum sjokki?) eftir þessa uppstúfsvitleysu. Ja hérna hér. Ég legg til að hér eftir verði talað um uppstúfsmálið mikla 2008.
Ólöf skólöf (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:22
Mér hefur reynst erfitt að hafa upp á hreinni rabarbarasultu (sem inniheldur eingöngu rabarbara og sykur) hér í hinu rotna Danaveldi. Ef þú ert ekki þeim mun hrifnari af rabarbara/jarðarberjasultu (grautað saman) þá gæti verið góð hugmynd að taka með nokkrar krukkur af rabarbarasultunni hennar mömmu þinnar. Eða eitthvað.
orgelstelpa (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:30
Vá mér líst vel á þennan kjötbúðing, eg held ég hafi ekki borðað svoleiðis síðan í leikskóla, og er ég ekki að ýkja.. þannig að ég panta einn slíkan þegar ég kem í heimsókn til Danaveldis :)
Hildur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:32
Eins gott að ég á stærsta pott í heimi (kjötsúpupottinn sem tengdapabbi gaf okkur í jólagjöf um árið) til að sjóða rabbarbarasultuna með öllum kjötbúðingnum sem ég er að fara að elda í Horsens...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:53
Orgelstelpa, sjóða sjálf sultu, voða lítið mál :D
Hmm, búðingurinn hljómar annars vel, aldrei að vita nema maður prófi...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:49
(er þessu annars bara öllu hrært saman og bakað, laukurinn eða hakkið ekkert steikt neitt?)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:51
Bara hræra gumsinu saman (í hrærivél minnir mig að amma gamla hafi gert), moka í eldfast form og henda í ofninn. Amma frysti hann líka í álbökkum til að eiga tilbúinn beint í ofninn, 1944 iss piss. Kem kannski með rúgbrauðsuppskriftina hennar ömmu líka við tækifæri (mamma á að eiga hana í einhverri eldhússkúffunni), það er í alvörunni best í heimi slef slef, bakað í súrmjólkurfernum yfir nótt.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:18
ahh, svoleiðis geri ég líka, það er algjört nammi, sérstaklega heitt og nýbakað. Prófa uppskriftina bókað :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.