101 leið til að klúðra orgelæfingum

Gæti verið efni í spennandi bók.  Þessa dagana sleppi ég samt alltaf fyrstu 100 aðferðunum þegar ég þykist ætla að æfa mig og nota bara 101. aðferð, sem er að sofna.  Langholtskirkja er reyndar frekar óheppilega hönnuð til svefns, kirkjubekkirnir ómögulegar stólaraðir og bara einn sófi lengst í burtu uppi á lofti. Grafarvogskirkja er hins vegar alveg dásamleg því þar er sófi á organistaskrifstofunni með koddum og teppi, zzz....  Af því að ég vissi hvað er glatað að leggja sig í Langholtskirkju þá sofnaði ég bara úti í bíl í 40 mínútur áður en ég skreið inn í kirkjuna í dag.  Er orðin rosalega bjútífúl af öllum bjútíblundunum.

Hugsa ekki um annað en mat og svefn.  Datt í hug þegar ég sá brot úr Kastljósi um þjálfun blindrahunda (sem ganga algjörlega fyrir mat og hrósi) að það væri líklega hægt að kenna mér nokkurn veginn hvað sem er gegn mat, t.d. hoppa í gegnum gjörð fyrir súkkulaði (líklega ekki mjög elegant þó), taka til fyrir ís, vakna á morgnana fyrir köku, er að mestu leyti ófær um þetta allt án þjálfunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband