1. apríl!!!

Ég hef undanfarið velt mjög alvarlega fyrir mér einum möguleika (og þið kannski öðrum), að einhverjir aldeilis hnyttnir spéfuglar hafi undirbúið roooosalegt aprílgabb, sem fælist í því að láta mig halda að ég væri búin að festa kaup á húsi og fengi það einhvern tímann, já og kannski að það væri líka gabb að Ágúst væri að byrja í sérnáminu einmitt í dag 1. apríl.  Átta mig ekki á því hverjir eru samsekir og hverjir eru gabbaðir.  Allavegana alveg á hreinu að ég væri í gabbaða flokknum, ætla rétt að vona Ágústar vegna að hann væri það líka Tounge.  Spurning með Hauk og pabba, með eða móti?  Sko ef Ágúst teldist í gabbaða flokknum þá væri þetta líklega ekki lengur gabb, því hann fékk loksins lykilinn í gærkvöldi og tilkynnti mér stoltur að hann væri orðinn húsbóndi í Lindeparken 3 (æ mikið er það nú dauflegt heimilishald, svona húsmóðurlaust).  Hins vegar ef hann er samsekur þá er hann ekki baun kominn með lykilinn... (og pottþétt ekki á hostelinu samt, heldur fínasta hótelinu í Horsens að drekka freyðivín og hlæja að mér, en ég trúi því samt ekki upp á hann! Kissing)  Líklega svaf Ágúst bara ljómandi vel á nýja heimilinu sínu (okkar meina ég) og er kátur á spítalanum núna fyrsta daginn.

En svo er það hinn möguleikinn sem þið hafið kannski velt fyrir ykkur, og það er að ég hafi bara spunnið upp þessa ljómandi skemmtilegu lygasögu til að láta vorkenna mér, æ mig auma ég fæ ekki húsið mitt, oooo... það er svo agalegt að hanga á þessu hosteli... æjæjæ algjör fýluferð etc.  En í raun og veru höfum við flutt inn daginn sem við komum út og svo hafi ég verið að dunda við að mála barnaherbergið (og einmitt setja upp væmið veggfóður) og raða kristalnum fínt í skápa og halda innflutningspartý og god nós.  Þið bara trúið því sem þið viljið mwahahaha LoL

Annars þá get ég bent ykkur á frétt sem sannar sögu mína um að peningarnir hafi farið til fj... í bankakerfinu, http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/04/01/ranid_i_danmorku_thaulskipulagt/

(Til að fyrirbyggja misskilning þá er Haukur kominn heim og er með fjarvistarsönnun, get ekkert sagt um Ágúst samt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband