Formæður vorar

Ég held að það hljóti að vera miklu erfiðara á vorum dögum að vera ólétt en í gamla daga, allavegana heyrir maður ekki neinar sögur af því hvað langömmur okkar áttu bágt og þurftu að fara vel með sig og fara í jóga og slökun og meðgöngunudd og nota nógu fínt bumbukrem og spangarkrem já og muna spangarnuddið (nýbúin að komast að því hvað það er, ef þið vitið það ekki þá er ágætt að halda því þannig) og stuðningsbelti og stuðningssokka og passa líkamsstöðuna og sofa með kodda milli fóta og við bumbuna og fara í sérstaka óléttuleikfimi og gera réttar æfingar og passa grindarbotninn maður og borða rétt og taka öll vítamínin (en bara þau réttu) og omg finna rétta barnavagninn og bílstólinn og fara á foreldranámskeið og brjóstagjafanámskeið og uppeldisnámskeið og lesa heilt bókasafn um hvert skeið meðgöngunnar og undirbúa fæðinguna og læra öndun og horfa á fæðingarmyndbönd og æfa fæðingarstöður með makanum og gera barnaherbergið fínt og setja krúttípúttí veggfóður í réttum lit og finna nógu frumlegt (og væmið) nafn og kaupa nógu fín óléttuföt og óléttute og ráða einhvern til að taka vídjó í fæðingunni (nei hættu nú alveg) og já helst að vera búin að taka afstöðu til þess fyrirfram hvort eigi að öskra í fæðingunni eða vera pen og segja bara ái og annaðhvort vilja allt náttúrulegt og æðislegt og engar deyfingar og barnið verður hamingjusamt og fallegt eða panta mænudeyfingu fyrirfram já ef maður pantar ekki bara keisara fyrirfram eins og fræga fólkið og á að nota taubleiur eða pappírs (hugsaðu um umhverfið manneskja) og er svindl að kíkja í pakkann (dj.. þoli ég ekki athugasemdir um það) og er siðferðilega rangt að fara í fósturgreiningu og er ég að þyngjast akkúrat mátulega mikið og er bumban mátulega stór kannski ég hætti núna...

Kannski vissu langömmurnar bara að það mundi enginn nenna að hlusta á þær kvarta, ekki víst að þær hafi verið neitt sérstaklega sprækar síóléttar (nýyrði) með barnaskarann í pilsfaldinum og meira en nóg að gera og enginn tími til að spá of mikið í hlutina.  Og ekki kvörtuðu þær eftirá sem létust af barnsförum og hugsa sér hvað þær misstu sumar mörg börn í fæðingu eða á unga aldri.  Ég held að ég hafi það bara mjööööög gott.  Ætla að hvíla mig aðeins núna og fara svo í barnavagnabúðina Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ohh, keypti svo gordjöss barnavagn úti í Danmörku þegar Fífa fæddist, :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:09

2 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið, nýfarin að fylgjast með þér. Til hamingju með bumbuna og manninn þinn. Verður gaman að fá að fylgjast með lífinu í nýja húsinu, getur ekki annað verið en að allt gangi glimrandi héðan í frá miðað við ófarirnar...

Hrafnhildur Maggafrú 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:31

3 identicon

Djísús

Svona upptalning fer nú langt með að hafa mann ofan af öllum pælingum í þessa átt!

Gangi ykkur vel með alltsaman

Anna

Anna víóluskrímsl (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband