28.3.2008 | 17:34
Harmsaga í Horsens, 4. kapítuli
Setustofan á Farfuglaheimilinu í Horsens er orðin ákaflega heimilisleg, Ágúst stakk reyndar upp á því að við slepptum bara húsinu, hér er allt sem við þurfum - stór stofa, sjónvarp, píanó, internet, eldhús (engin uppþvottavél samt), kojur (vondar dýnur samt), hvað þurfum við svosem meira?
Þurfum samt eitthvað að gera við búslóðina úr því að hún er mætt til Horsens, Samskip fengu nefnilega nóg af þessu hringli og frestunum með gáminn og vildu fara að losna við hann. Ágústi tókst að láta fasteignasalann díla við seljandann um að opna fyrir okkur húsið og leyfa okkur að tæma gáminn, svo skellir hann í lás aftur. Já og N.B. þarf að standa yfir okkur allan tímann, annars aldrei að vita hvað svona skreiðarétandi glæponar gera af sér. Þess vegna er ekki hægt að gera þetta fyrr en á morgun laugardag (þegar ég er farin aftur heim) því seljandinn hefur ekki tíma fyrr en þá. Jibbíjei og allt það, næ ekki einu sinni að stinga annarri nösinni inn í húsið sem ég mætti til að flytja inn í. Engin beiskja, engin beiskja... En búið að skella gámnum við innkeyrsluna á Lindeparken og verður svo bara tekinn (tómur vonandi) á mánudag.
Alveg að rætast úr þessum greiðslum, meirihlutinn kominn til Danmerkur, en seljandinn lætur lykilinn ekki af hendi fyrr en hver einasta króna er komin og hananú. Yfir og út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.