24.3.2008 | 20:56
10!!!!!
Ágúst gerði sér lítið fyrir og þrusaði í gegn svakalegasta lokaprófi sem hefur verið tekið frá hinum víðfræga Tónskóla Þjóðkirkjunnar, sló út einkunnamet eiginkonunnar og fékk 10.0 takk fyrir. Hann var líka búinn að vinna hörðum höndum (og fótum) að þessu í allan vetur og eiginlega miklu lengur, sum stykkin hefur hann verið að stúdera í nokkur ár! Vann 50% í vetur og æfði sig eins og dj...ll, svo þegar kom alltíeinu í ljós að við værum að flytja og hann þyrfti að flýta prófinu fékk hann að hætta í vinnunni og æfði sig þá fáááááránlega mikið, mættur upp í kirkju fyrir 7 á morgnana og svo aftur eftir lokun fram á kvöld, púff. Þetta tókst allavegana sæmilega...
Smá galli við þetta allt saman að ólétta eiginkonan þurfti að sjá um allt annað, smáatriði eins og að pakka búslóð (og gekk pínulítið fram af sér, ég viðurkenni allt) og svo var ég líka mjööööög dugleg að undirbúa fína veislu eftir tónleikana, hef eiginlega aldrei séð mig fyrir mér í snittugerð en það æxlaðist samt einhvern veginn þannig að ég töfraði fram dýrindis rétti (fyrir ca. 500 manns held ég)með dyggri aðstoð mömmu og tengdamömmu. Kvarta svo ekki yfir afgöngunum, mokaði í mig ávöxtum og berjum og snittum og gúmmelaði í gær og á enn eftir slatta af bláberjum og sit núna uppí rúmi með hníf og gaffal og 1/4 af sætustu og safaríkustu vatnsmelónu í heimi (reyndar slæm hugmynd, út af þessu hvað hún er safarík).
Já ég var reyndar kannski aðeins of dugleg í eldhúsinu föstudag og laugardag því það endaði með því að eftir samkvæmið voru lappirnar ónýtar (þurfa að bera 10 aukakíló þessa dagana) og lífbeinið að klofna, það er eiginlega ekki nógu gott. Já og pínu samdrættir líka, hmm... Lét mér líka nægja að spila 2 messur á páskadag, slapp við þá þriðju og lá í staðinn í bælinu eftir hádegi með páskaegg (frá Hafliða chocolatier, omg hvað nammið inní því er gott, takk Kata frænka!) og bláber, fór svo til mömmu og lagðist í baðkerið og sófann og svo var hún með fínan páskamat og við átum á okkur gat og svo hélt ég áfram að liggja í sófanum...
Fermdi svo nokkur börn í Grafarvogskirkju í dag í 2 messum og lagðist svo aftur í bælið, fann reyndar ekki páskaeggið (ágúst hafði laumað því inn á skrifstofu en þóttist reynar ekkert hafa falið það, ég bara hafði ekki rænu á að gá) svo ég borðaði bara venjulegt nammi.
Svo erum við bara farin út í fyrramálið! Horsens hír ví kom ég meina her kommer vi. Eini munurinn að ég kem til baka en Ágúst ekki. Bæjó.
Athugasemdir
Þú getur allavega huggað þig við það að þetta var hrikalega glæsilegt og huggulegt og allt það - klofið lífbein eður ei.
Góða ferð á morgun!
(Hvar er annars skrifstofan þessa dagana?)
Dagbjört (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:53
jámm, Maggi sagði okkur frá tíunni á æfingunni í kvöld, líka að prófdómarinn hefði hringt upp í lhí og spurt hvort það væru fordæmi fyrir tíum (já, eitt)
Innilega til hamingju með þetta allt saman, bæði tvö og ég vona að þú náir út fyrir barn (á þessar líka fínu minningar og reynslu um fyrsta barn fætt í Danmörku)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:19
Ágúst tía og Lára pía!
Þetta kom mér ekkert á óvart, Ágúst er sko magnaður. Ég er ferlega stoltur af ykkur. En ég verð að viðurkenna að ég er strax farinn að sakna ykkar.
Velkomin til Horse-ns. Ég kom einu sinni til mjög lítins bæjar rétt við Vejle (Væle) sem heitir hinu merkilega nafni Boring! Eins og danir eru nú miklir húmoristar og taka sig ekkert of alvarlega, þá höfðu boringbúar ekki húmor fyrir nafninu.
Eyþór (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.