Passio eftir Arvo Pärt í Hallgrímskirkju á skírdag kl. 17

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir tónleikum á skírdag, 20. mars kl. 17, ţar sem Schola cantorum og kammerhópurinn CAPUT ásamt einsöngvurum flytja Jóhannesarpassíu eistneska tónskáldsins Arvo Pärt. Stjórnandi er Hörđur Áskelsson.
Jóhannesarpassía Pärts er talin til höfuđverka tónskáldsins, grípandi og áhrifamikil óratóría. Hún er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi.

"Passio" eftir Arvo Pärt flytur píslarsöguna međ orđum Jóhannesarguđspjalls á latínu. Tómas Tómasson bassi syngur hlutverk Jesú, Ţorbjörn Rúnarsson tenór er í hlutverki Pílatusar, einsöngvarakvartett skipađur Margréti Sigurđardóttur sópran, Guđrúnu Eddu Gunnarsdóttur alt, Braga Bergţórssyni tenór og Benedikt Ingólfssyni bassa flytur orđ guđspjallamannsins og kammerkórinn Schola cantorum túlkar prestana, lýđinn o.fl. Hljóđfćraskipanin er látlaus: fiđla, selló, óbó, fagott og orgel. Hljóđfćraleikarar eru Hildigunnur Halldórsdóttir fiđla, Hrafnell Orri Egilsson selló, Eydís Franzdóttir óbó og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgeliđ.

Miđasala er hafin í Hallgrímskirkju og 12 tónum, miđaverđ er kr. 3000,-  (2500 ef ţiđ segiđ töfraorđiđ Lára Bryndís í miđasölunni)


Arvo Pärt og Passio

Arvo Pärt fćddist í nágrenni Tallinn í Eistlandi áriđ 1935. Hernám Sovétmanna í Eistlandi setti mjög mark sitt á ćsku hans, en ţví lauk ekki fyrr en viđ upphafi tíunda áratugarins. Á unglingsárum sínum svalađi Pärt tónlistaráhuga sínum međal annars međ ţví ađ hlusta á útvarpiđ af mikilli áfergju. Síđar fékk hann vinnu viđ eistneska ríkisútvarpiđ sem hljóđmađur. Í ţeim starfa komst hann í tćri viđ ţá nútímatónlist sem á annađ borđ var leyfđ í landinu.

Pärt var fyrstur eistneskra tónskálda til ađ nota tólftóna-tćkni Schönbergs. Ţađ gerđi hann í hljómsveitarverkinu Necrolog (1960/61), sem hann samdi međan hann var enn viđ nám í Tónlistarháskólanum í Tallinn. Verkiđ olli nokkrum titringi međal yfirvalda, sökum meints skyldleika viđ úrkynjađ tónmál Vesturlanda. Ţó kom ţađ ekki í veg fyrir ađ hann yrđi međal sigurvegara í keppni fyrir ung tónskáld innan Sovétríkjanna áriđ 1962.

Á sjöunda áratugnum kafađi Pärt djúpt í tónlistararf vestur Evrópu, einkum tónlist J.S. Bachs. Sömuleiđis sótti hann í vaxandi mćli í arf kristinnar trúar í lítilli ţökk yfirvalda. Verk hans Credo (1968) var bannađ af sovéskum yfirvöldum sem hugnađist ekki sú blygđunarlausa játning sem fólst í orđunum ,,Ég trúi á Jesú Krist."

Eftir ţetta dró Pärt sig í hlé og sökkti sér niđur í rannsóknir á gregorssöng og endurreisnar- og miđaldatónlist.  Áriđ 1971 sendi hann ţó frá sér ţriđju sinfóníu sína ţar sem slík áhrif koma viđ sögu.  Annars samdi hann mest lítiđ nćstu árin nema kvikmyndatónlist, en henni hafđi hann alla tíđ sinnt međfram öđrum tónsmíđum. 

Í sjálfskipađri útlegđ sinni frá athygli umheimsins fćrđi Pärt sig nćr grunneiningum tónmálsins og fór ađ leggja nýjan skilning í möguleikana sem búa í einum stökum tóni, og enn fremur mikilvćgi einfaldra ţríhljóma.  Út frá ţessu ţróađi hann eins konar lögmál sem hann nefnir tintinnabuli og kemur fyrst skýrt fram í píanóverkinu Für Alina (1976).

Áriđ 1980 yfirgaf fjölskylda Pärts Eistland og settist ađ í Berlín.  Fljótlega eftir ţađ samdi hann Jóhannesarpassíu út frá tintinnabuli-lögmálinu og hefur hann síđan ţá ađ mestu einbeitt sér ađ trúarlegri tónlist.  Međal slíkra verka má nefna Sieben Magnificat-Antiphonen (1988), Miserere (1989), Beatitudes (1990) og Litany (1994).

Í hverju nýju verki vinnur Pärt út frá lögmálum sem leiđa tónsmíđina áfram, segja til um tónhćđ og nótnagildi og jafnvel uppbyggingu verksins í heild.  Hann ber ţetta ferli saman viđ verk skaparans sjálfs og segir: „Ég horfi á ţađ sem var fyrir stóra hvell … ţegar Guđ hafđi ţá ţegar fullgert formúluna."  Enn fremur segir Pärt ađ í söngtónlist sé textinn ađalefniviđurinn sem hann vinnur međ út frá lögmálum sínum, og segir textann vera mikilvćgari en tónlistina sjálfa.  Hann leitar ađ ţví sem býr ađ baki sérhverju orđi, hversu mikilvćg sem orđin kunna ađ virđast, og er útkoman stundum óvćnt.  Hann rígheldur ţó ekki í fastákveđin lögmál heldur sveigir ţau og beygir uns lögmálin, textinn og tónverkiđ falla saman.

Innan kirkjunnar er aldagömul hefđ fyrir ţví ađ syngja frásagnir guđspjallanna fjögurra um píslargöngu Krists í dymbilviku.  Söngformiđ ţróađist smám saman á ţann hátt ađ mismunandi hlutar sögunnar urđu ađ mismunandi sönghlutverkum; prestur söng orđ Jesú, djákni fór međ hlutverk sögumanns og lćgra settur kirkjunnar mađur söng fyrir ađrar sögupersónur, ţ.á.m. Pílatus, Pétur og mannfjöldann.  Á tímum J.S. Bach höfđu tónsetningar píslarsögunnar síđan fest sig í sessi sem stór tónverk međ aríum, sálmalögum og kórhlutum, allt á móđurmálinu, ţar sem túlkun tilfinninga er gefinn mikinn gaumur.

Arvo Pärt fer allt ađra leiđ í Jóhannesarpassíu sinni.  Hann notar latneska ţýđingu, og hvert "hlutverk" fćr ađeins fyrirfram ákveđna tóna og nótnagildi til ađ spila úr.  Jafnvel ţagnirnar milli setninga eru fastákveđnar og rćđst lengdin af atkvćđafjölda síđasta orđsins á undan.

Guđspjallamađurinn, ađalfrásagnarhlutverkiđ í passíunni, er sunginn af blönduđum kvartett viđ undirleik fiđlu, óbós, sellós og fagotts, allt út frá nótunni A.  Orđ Jesú eru sungin hćgar og fá ţví meiri tíma, bassinn flytur ţau og orgeliđ leikur međ eins konar spegilmynd af sönglínunni.  Tenórsöngvari fer međ hlutverk Pílatusar ásamt orgelundirleik, og kemur tónbiliđ stćkkuđ ferund eđa „tónskratti" mikiđ viđ sögu.  Kórinn fer međ önnur hlutverk og byggist allur söngur hans á E-dúr ţríhljómi nema upphafiđ og lokin, en sá texti er ekki úr guđspjallinu heldur annars vegar titillinn „Passio Domini Nostri Jesu Christi secundum Joannem" og hins vegar lokabćnin í D-dúr „Qui passus es pro nobis, miserere nobis. Amen." eđa "Ţú sem ţjáđist fyrir oss, miskunna ţú oss. Amen."

Ţrátt fyrir ađ nóturnar séu fyrirfram ákveđnar af nákvćmum og einföldum lögmálum höfundarins, ţá ber tónverkiđ tintinnabuli-lögmálinu fagurt og magnađ vitni.  Skýrt dćmi er orđiđ „crucifigeretur", lengsta orđiđ í allri passíunni.  Ţar berst laglínan, samkvćmt lögmálinu, lengra frá grunntóni sínum en annars stađar, um leiđ og Jesú er fćrđur til krossfestingar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Takk fyrir mig :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 00:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband