Bíllaust líf eður ei?

Get engan veginn ákveðið hvort við hendum grænu beyglunni (m.ö.o. mínum ástkæra súbbarú) í gám til Danmerkur eða hvort við kaupum okkur bíl þar eða hvort við barasta bara gerum eins og sumir útlendingar sem ég hef heyrt um og verðum bíllaus Gasp

Sko græna beyglan sem mér finnst voða fín er það kannski ekki í augnablikinu, enda bæði beygluð og með drynjandi ónýtt púst, það stendur reyndar til bóta (allavegana pústið).  En öllum öðrum finnst súbbi greyið drusla, þ.á.m. tengdó, en hennar bíll dó drottni sínum í síðustu viku og hún varð bara móðguð þegar ég bauð henni að kaupa súbba! Blush  Enda keypti hún miklu flottari bíl, öfundiöfundi...  En það gæti varla þurft að borga nema svo og svo mikla tolla af svona ónýtum bíl í Danmörku og það kostar ekkert agalega mikið að flytja bílinn.  Hins vegar er a.m.k. jafnógeðslegadrulludýrt að reka bíl í DK...

Svo er það hreinlega spurning hvort við þurfum bíl, búum við hliðina á vinnunni hans Ágústar og í alveg meinlausri göngufjarlægð við miðbæinn og búðina og svoleiðis, og það hefur nú t.d. sést til mín á hjóli áður, m.a.s. hef ég heyrt að í útlöndum noti fólk strætó, og hann stoppar einmitt rétt hjá húsinu.  Flækir samt kannski málin eitthvað að vera með grisling.  Og ef allt er í volli mundi nú líklega ekki gerast neitt verra en að við keyptum bíl...

Er að verða komin að þeirri niðurstöðu að leyfa súbba að búa áfram á Íslandi og sjá bara til hvort við þurfum bíl í bili.  Einhverjar aðrar tillögur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Súbarú er víst afar sjaldgæfir í Danmörku, vinur minn bjó í danmörku í mörg ár og sagði mér sögu af vini sínum sem átti Subaru, hann vantaði varahlut og fór í einhvegja risa varahlutaverslun og spurði hvort þeir ættu varahlutinn sem hann vantaði, afgreiðslumaðurinn hafði bara aldrey heyrt minnst á Subaru áður.

steinimagg, 18.3.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Við vorum bíllaus í DK allan tímann, datt ekki í hug að kaupa bíl. Hjólin svínvirka, færð bara kerru fyrir kríli og innkaup.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ætla sko þokkalega að fá mér attaníkerru á hjólið, svo kostar barnavagninn líka jafnmikið og bíll, hlýt að geta farið bara á honum niður í bæ (svo ekki sé minnst á gasgrillið góða, maður kemst á blússandi ferð á því tryllitæki...)

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:13

4 identicon

Mæli eindregið með því að prófa a.m.k. og sjá hvort það virkar ekki að vera bíllaus. Það er eiginlega frekar gert ráð fyrir því í DK að maður sé bíllaus (liggur við). Það er a.m.k. reynt að halda bílaeign niðri (með háum tollum) og hafa gott aðgengi fyrir hjólreiðamenn og góðar almenningssamgöngur...

Guðný (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:35

5 identicon

Möguleiki líka að leigja bara bíl Í neyðartilfellum.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband