Búslóðarlaust líf

Jiii.. hvað það er gott að vera "búin" að flytja, ég er samt ekki að flytja sjálf fyrr en eftir 2 mánuði, stórfurðulegt.  En allavegana tókst okkur að fylla gáminn og senda hann af stað þannig að búslóðin er einhvers staðar úti á rúmsjó Gasp  Hafði sosum alveg látið mér detta í hug að það væri mikið mál að pakka en það var samt eiginlega enn þá meiri bilun en ég hélt! (ég viðurkenni að við eigum soldið mikið dót). Takk fyrir hjálpina Dagbjört, Auður, Halldóra, Ólöf, Sibba, Haukur og "burðarmennirnir" Teitur frændi, Daníel Brandur og svo tengdapabbi. 

Þrátt fyrir alla hjálpina var ég samt svo gjörsamlega úúúútkeyrð eftir allt saman (hence: ekki ofurkonan) að á fimmtudaginn var ég bara komin með leiðinda samdrætti og grjótharðan belg og við kvensjúkdómalæknirinn á heimilinu vorum sammála um að setja mig í smá pásu.  Chillaði heilan helling í bælinu og spilaði bara 2 athafnir í gær... (neitaði sko að mæta og syngja í 3. athöfninni, stóð mig mjög vel).  Ætla líka að vera sæmilega afslöppuð í dag og spila bara eina athöfn.  Væri samt alveg til í að vera bara ofurspræk og fara á skíði...

En heimilishaldið er annars stórfurðulegt hér í tómri íbúðinni, erum þó með eldhúsborðið og stólana og Auður ólétta og Eyvi sem flytja hingað í apríl lánuðu okkur rúmið sem þau koma til með að sofa í.  Pabbi lánaði okkur diska og glös og mamma potta og sængur.  Eina hljóðfærið á heimilinu er tónkvíslin mín!  Stofan galtóm og nóg pláss til að tjútta, verst að græjurnar eru farnar!

Ágúst þarf nú ekki að þrauka lengi í tómarúminu því hann fer alfarinn á þriðjudaginn e. viku, en ég sé til hvað ég endist lengi í tómu kotinu áður en ég flyt inn á hótel mömmu.  Mér finnst þetta allt stórfurðulegt því ég hef eiginlega aldrei flutt áður!  Bjó bara í Fögrubrekkunni hjá p&m þangað til ég mjakaði mér smátt og smátt yfir til Ágústar, varla hægt að telja það flutning því það gerðist svo rólega Tounge

Nú og svo ef það er einhver "out there" sem finnst hann alveg hafa misst af flutningsfjörinu og langar geðveikt að vera með, þá kemur að því að ég þarf að moka restinni út úr íbúðinni (dót í geymslunni og "brúksdótið" mitt) og svo þrífa hana og skila af mér, jíhaa!!!! Þá eru allir velkomnir (nema kannski Dagbjört af því að hún er búin að vera svo brjáááálæðislega dugleg að ég dey ábyggilega úr samviskubiti ef hún gerir eitt gagn til viðbótar Crying)

En nú er ég samt hætt að hugsa um flutninga í bili og ætla bara að einbeita mér að því að spila skikkanlega í fermingum og páskamessum etc. framundan, syngja fallega með schola cantorum á tónleikum og svo bara vera ólétt og afslöppuð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með hvíldarplanið þitt/ykkar. Átt það sko alveg skilið - ekki það að það getur verið erfitt að hvíla sig þannig að í rauninni er ég að segja að þú eigir skilið að gera eitthvað erfitt, sem þú átt ekki skilið.

Mín var ánægjan elskurnar, finnst þetta bara mjög jöfn skipti: Ég fæ útrás fyrir einhverfu mína og fæ í staðinn bækur og að koma í heimsókn í Danmörku. Svo ekki sé talað um allan matinn sem ég borðaði hjá ykkur! Segi nú bara takk fyrir mig ;)

Dagbjört (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 15:31

2 identicon

Lýst vel á þetta síðasta...............bara vera ólétt og afslöppuð......það er alveg full vinna

Heyri í þér fljótlega, á enn eftir að fá þig í vöfflur  -fjögurralaufameiraðsegja-

Sibba (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:02

3 identicon

Þar sem ég komst aldrei í pökkunarleiðangur værí ég meira en til í að taka mér þvottatusku í hönd og hjálpa til við hreingerningar, láttu mig bara vita venn end ver -nei ver er væntanlega á Sjafnargötunni.. Við amk heyrumst :)

Hildur Guðný (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband