Hver þarf sjónvarp?!?!?!

Nú sit ég bara og horfi á bumbuna á mér, afkomandinn orðinn svo öflugur í fótaæfingunum að belgurinn ólgar og iljaförin sjást í gegn.  Vel við hæfi að ég fjárfesti í über-sumarlegu óléttubikini í dag svo ég gæti farið skammlaust ofan í sundlaug (barnið vex altså en brókin ekki) og þá getur alþjóð eða a.m.k. sá hluti hennar sem er í lauginn hverju sinni fylgst náið með rassaköstunum (barnsins, ekki mínum).  Ég reyndi notla að koma mér í smá Danmerkur-sumaranda í skræpótta bikiníinu og æfði mig í sólbaðinu, gekk furðu vel miðað við hitastig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband