2.3.2008 | 18:40
Smá misskilningur
Það er einhver í maganum á mér sem heldur að þvagblaðran sé trampólín.
En svo fá Halldóra og Auður hrós dagsins fyrir að koma og pakka (næstum því) öllu ópakkanlega dótinu í stofunni, fullt af fílum og styttum og soleis, púff. Samt eftir nokkrir hræðilega erfiðir hlutir i stuen eins og gíraffinn Viktor (1.6m), tælenska daman (1.5m), stóri fíllinn (ekki nema 0.4m á herðakamb en svo er raninn beint upp í loft) og böns af málverkum. Held svo að ég reyni næst að klára að tæma skrifstofuna svo sé hægt að byrja að skrúfa í sundur fataskápana. Eða fari að pakka í geymslunni. Eða fari að pakka í eldhúsinu. Eða bara panikeri, það líka einn möguleiki, en kannski ekki sá skynsamlegasti svona þegar ég hugsa málið...
Athugasemdir
Ætlið þið ekki að taka Viktor, dömuna og fílinn í handfarangur? Einungis 3 dagar þar til ég get komið í pökkunarpartý!
Dagbjört (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.