Húsakaup

Svo virðist sem eina þráðlausa netið í Horsens sé á McDonalds, búin að éta hamb&fr til að geta sent Ágústi myndir o.fl. um húsin sem hann á að búa í (þ.e. á bara að búa í einu þeirra, en fær samt myndir af nokkrum jú fatt).  Ég er bara orðin geðbiluð af því að skoða hús og velja, reykspólandi í hausnum á mér núna stórt þvottahús, lítið þvottahús, engin forstofa, æðisleg forstofa, rétt við spítalann, rétt við naturpark, engin umferð, umferðarhávaði, stór stofa, lítil stofa, 1 hæð, 3 hæðir, flott eldhús, ljótt eldhús, etc. etc. etc. og út úr öllu þessu ætla ég að vera komin með eina niðurstöðu á morgun og gera tilboð, fk fk fk.  Svo verð ég líka geðbiluð af því að sitja heilt kvöld og zippa myndir og dunda svo endalaust lengi við að senda þær gegnum krappí hamborgaranet.  Og svo er ég m.a.s. með hamborgara.  Er að senda 7. póstinn og þá er þetta komið, verst að Ágúst hefur eiginlega ekki tíma til að kíkja á þetta því hann er að æfa sig... (nær því vonandi áður en ég skrifa undir á morgun)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér rosalega vel í þessu öllu.  Hlakka til að heimsækja ykkur í fína húsið sem þú velur.

Sibba (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Þóra Margrét Júlíusdóttir

Hello hello hello :>

Hvað segir skvís - hvernig líður unganum í ósamhverfunni :P

Það er eins gott (fyrir mig) að þú komir hiem í lengur en hálftíma áður en þú flytur endanlega út ... annars verð ég bara að gista hjá þér í mánuð - og þar sem ég á erfitt með að standast flygla þá gæti þetta orðið soldið ljótt - Ágúst myndi sennilegast henda mér út á svalir og þá .... jah ... ekki reyki ég svo ég hef ekkert að gera þar :P

Þóra Margrét Júlíusdóttir, 22.2.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband