Húsnæðismálin maður...

Það er allt að gerast með húsakaupin í Horsens, ég er búin að bóka flug til Danmerkur í næstu viku að rannsaka nokkur hús, og þar sem Ágúst kemst ekki með tek ég pabba með til ráðuneytis!

Heitasta húsið hjá okkur núna er ekki þriggja hæða höllin og er það aðallega komið til vegna leti.  Í fyrsta lagi nennum við ekki að hlaupa milli hæða, í öðru lagi nennum við ekki að þrífa þetta (a.m.k. ekki ég...) og í þriðja lagi nennum við ekki að vinna fyrir mismuninum á því og ódýrara húsi!

Í staðinn erum við núna að spögulera sterklega í ljómandi huggulegu 160m2 einbýlishúsi á einni hæð í dejligu rólegu úthverfi svona tiltölulega stutt frá spítalanum og skemmtilega nálægt ströndinni!

Ótrúlega flott heimkeyrsla, bílskúr fyrir öll hjólin mín og kerrurnar og attanívagnana á hjólin fyrir grislingana etc. (nei Ágúst, ég er ekki viss um að þú fáir að geyma bílinn í bílskúrnum Wink)

560_00_large

Voða fín stofa þar sem má vel troða flygli, borðstofuborði og sófasetti (stofan heldur sko áfram lengra til hægri)

510_10_large

Og náttúrulega bara geeeeðbilaður gólfdúkur í eldhúsinu, en það er allavegana nógu stórt

515_08_large

Svo er fínasta svefnherbergi með sérbaði og 3 önnur herbergi + þvottahús.  Dandalagott?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt hús greinilega.  Hvar verður pípuorgelið?  Er ekki gáfulegra að fylla skúrinn af hljóðfærum?

Eyþór (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:07

2 identicon

Ég fæ hraðan hjartslátt af því að lesa þetta. Stress fyrir ykkar hönd (sem er samt ónauðsynlegt), hrifning af húsinu og tilhlakk til að koma í heimsókn!

Það spilar kannski eitthvað inn í að ég er flutt enn einu sinni á Vatnsmýrarveg (16 að mig minnir) og mun húka hér þar til 5. mars. Spennandi færslur vel þegnar á þessu tímabili þar sem líf mitt er frekar snautt af (spennandi) atburðum þessa dagana.

 Og já til hamingju með alvöru barnið :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:29

3 identicon

Ég samgleðst alveg svakalega en er samt pínu öfundsjúk yfir öllum þessum flottheitum en hlakka samt dálítið til að heimsækja ykkur til Horsens en kvíði þó smá fyrir því að ferðast alla þessa leið frá Köben en er fegin að þetta er ekki lengra í burtu og er auk þess þakklát fyrir að hafa möguleika á ferðalaginu en veit samt ekki hvort ég hef manndóm í mér að takast á við fríhelgi sem fylgir heimsókn út á land eða hvort ég geti falast eftir gistingu í fína húsinu hjá ykkur og hvort að ég get dregið Snorra með.

Kemurðu nokkuð við á leiðinni og sýnir sónarmyndir? 

orgelstelpa (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:03

4 identicon

Eyþór! Mæltu heilastur manna!

Ágúst (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband