Varalyklar góðir

Fór á kostum við að læsa mig úti um daginn.  Gekk út úr húsi vopnuð 1 bíllykli og 2 húslyklum.  Opnaði bílinn, settist inn, ræsti bílinn, tók af mér veskið, fór út úr bílnum, byrjaði að skafa.  Og bíllinn læstur!  Eitthvað hefur læsingin verið frosin, hrmpf.  1 bíllykill og 2 húslyklar inni í bílnum.  Og þar til á síðasta föstudag var þetta eini lykillinn í heiminum að elsku súbbarúnum mínum því ég henti hinum lyklinum óvart í sorptunnuna í haust...  En lét smíða aukalykil á föstudaginn.  Hljóp út á spítala með rúðusköfuna og fékk húslykil hjá Ágústi og komst svo inn í bílinn, jibbí.

Athugasemdir við gáfnafar afþakkaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum hér hópur fólks samankomin og erum að velta því fyrir okkur hvort þetta geti verið annaðhvort meðgönguþoka eða greindargliðnun.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Greindargliðnun, algjörlega

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 26.1.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband