19.1.2008 | 21:11
Lára organisti seiseijá
Ég geng um dags daglega og segist vera organisti (allavegana "aðallega organisti" og svo kemur einhver furðuleg útskýringarræða) en spila samt ekkert sérstaklega mikið, mæti á hjólaæfingar á sunnudagsmorgnum eða (oftar núorðið) ligg bara í bælinu og hlusta á útvarpsmessu og hía á alla organistana sem þurfa að spila á hverjum sunnudegi.
En úbbosa nú ég á aldrei framar frí á sunnudögum.
Í fyrsta lagi þá er ég að leysa Eyþór af á Akureyri nokkra sunnudaga í janúar og febrúar og spila líka fyrir sunnan inn á milli.
Í öðru lagi þá var ég að ráða mig í Grafarvogskirkju, tek við kirkjukórnum strax í næstu viku og messunum þegar ég hef lokið mér af á Akureyri. Vill einhver reyna að giska hvað ég ætla að spila yfir mörgum fermingarbörnum í vor? Svo verð ég bara í Grafarvoginum þar til ég rúlla af orgelbekknum og fæði barn, og þá sef ég ábyggilega ekki út á sunnudögum framar.
Athugasemdir
Vá það er aldeilis!! Innilega til lukku með þetta allt saman
Sibba (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:10
Ég er viss um að engin hefur fætt á orgelbekk. Það myndi nú vera táknrænt fyrir áhuga ykkar hjóna á orgelum að taka orgelbekk með á fæðingarstofuna. Aldrei velt því fyrir ykkur?
Eyþór (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:26
Er Hörður að hætta? :o Vona hann sé ekki veikur. Passaðig á fermingarmessunum, Hörður einmitt yfirkeyrði sig á þeim í fyrra...
(til hamingju, annars :D)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:52
Eruði rugluð að óska mér til hamingju!? Ég með mína fastráðningafælni er alveg miður mín yfir þessu... En kannski bankareikningurinn kætist.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:44
Til hamingju eða hvað sem það er sem þú vilt að ég segi
Sumar konur mæta með fæðingarstóla á fæðingardeildina - þið getið mætt með orgelbekk.
Dagbjört (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.