11.1.2008 | 17:26
"Af-kynvæðing" brjósta
Skil ekki alveg hvernig á að vera hægt að af-kynvæða brjóst, ég veit ekki betur en þau (brjóstin) hafi glatt karlmenn gegnum tíðina og það bendir ekkert til annars en að þau haldi því áfram. Allavegana var Ágúst alveg til í að sækja um stöðu í Sundsvall og fara að stunda sund (fékk reyndar illt augnaráð frá konunni sinni þegar hann missti þetta út úr sér) og svo er brilljant frétt á mbl.is þar sem segir m.a.:
Pétur Ingvarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Hveragerði, segist ekki muna eftir reglum um baðfatnað kvenna í sundi. Þegar þær fara í sólbað fara þær oft úr að ofan," segir hann. Það hefur enginn viljað gera neitt í því, allavega ekki karlmenn."
Ég held að ég haldi bara áfram að nota mín brjóst "spari".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.