Um yndisleik ungbarna

Vala Selmusystir (sem ég hef ekki enn fengið að sjá myndir af, það þurfti nefnilega að strauja tauservíettur í Muggensturm og enginn tími til að senda myndir) þykir sérlega yndislegt barn.  Og í hverju felst það?  Hún gerir ekkert nema sofa, drekka og þegja.  Já svo reyndar kúkar hún víst heil ósköp en það er víst óhjákvæmilegt.  Amma á Brún var einmitt svo fegin þegar börnin sex voru sofnuð, því þá fyrst var tími til að hugsa um hvað þau voru nú yndisleg (þegar þau voru sofandi?).  Í útlandinu sagði einhvern tímann einhver:  "Children are to be seen, not to be heard".  Og menn setja geltstoppara á hundana sína svo ætli þetta eigi ekki líka við um þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það hefur enn ekki fæðst svo yndislegt barn að foreldrar þess hafi ekki verið fegnir þegar það sofnaði...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband