11.12.2007 | 15:52
Jólasnjórinn er á Akureyri!!!
Kominn norður í sæluna undir því yfirskini að fara í orgeltíma til Eyþórs en er í raun að heimsækja allt frænkustóðið og fara á skíði (Eyþór ekki lesa þetta!). Svo er líka nauðsynlegt að rölta um bæinn og ég viðurkenni að debetkortið mitt hitnaði aðeins áðan, seinómor.
En að allt öðru, hvenær er eðlilegt að maður berji mann? Heyrði nefnilega um daginn frásögn manns sem var kýldur í klessu um hérumbil hábjartan dag inni á tiltölulega virðulegri stofnun fyrir framan helling af börnum og opinberum starfsmönnum, þetta fannst engum eðlilegt. En annar maður sem heyrði frásögnina sagði "ég hef nú verið laminn svona, en það var við eðlilegar aðstæður - það var á balli!"
En nú er ég farin að skemmta mér á skíðum, trallala!
Athugasemdir
Ég fæ fiðring í táslurnar af því að hugsa um skíðaferðir.
Ég kann ekki á reglur þess að vera lamin/n. Held það sé sem betur fer.
Dagbjört (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:37
arrrrrghh!
Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:58
Úpps, Eyþór komst víst í þetta...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.