29.11.2007 | 11:49
Er einhver að vandræðast með hillur?
Frú leigusali gerði sér lítið fyrir og innréttaði þvottahús á efri hæðinni og við fáum þvottahúsið og geymsluna fyrir okkur, júpsajei. Engar fleiri þvottahúsheimsóknir á ólíklegustu tímum. Ég er líka að fara í búðina á eftir að kaupa mér þvottavél á þvílíka e2-korts-tilboðinu, gott að ég sá það fyrir mánaðarmótin, er alveg að renna út.
En svo vantar mig líka hillu- og skápapláss, hef nú hent helling af hillum og skápum gegnum tíðina og vantar nú loksins sjálf að nota soleis, er einhver akkúrat að fara að losa sig við hillur?
Athugasemdir
Hóhóhó. Ég á reyndar litla hillusamstæðu sem blokkar geymsluna mína og ég þarf að losna við... Hvurnig væri að kíkja í kaffi (já eða te/kakó) og líta á gripinn?!!
xxxxx
siGGa pÉ (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:33
Mmmm... heitt jólasúkkulaði og hillur í kaupbæti góður díll!!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.