Er einhver að vandræðast með hillur?

Frú leigusali gerði sér lítið fyrir og innréttaði þvottahús á efri hæðinni og við fáum þvottahúsið og geymsluna fyrir okkur, júpsajei.  Engar fleiri þvottahúsheimsóknir á ólíklegustu tímum.  Ég er líka að fara í búðina á eftir að kaupa mér þvottavél á þvílíka e2-korts-tilboðinu, gott að ég sá það fyrir mánaðarmótin, er alveg að renna út.

En svo vantar mig líka hillu- og skápapláss, hef nú hent helling af hillum og skápum gegnum tíðina og vantar nú loksins sjálf að nota soleis, er einhver akkúrat að fara að losa sig við hillur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hóhóhó. Ég á reyndar litla hillusamstæðu sem blokkar geymsluna mína og ég þarf að losna við...  Hvurnig væri að kíkja í kaffi (já eða te/kakó) og líta á gripinn?!!

xxxxx

siGGa pÉ (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Mmmm... heitt jólasúkkulaði og hillur í kaupbæti  góður díll!!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband