Stuð á nóttunni

Komin heim í kotið, gott að sofa í rúminu sínu og dreyma fallega.  Dreymdi m.a. í nótt að ég var að fara á árshátíð í rauðum kjól og ætlaði engan veginn að geta komist af stað því ég gat ekki ákveðið í hvaða skóm ég ætti að vera (þetta var EKKI martröð).  Uppgötvaði m.a. fullt af skóm í skápnum sem ég hafði keypt á útsölu nýlega en verið búin að steingleyma.  Alls konar æðislegir skór, rauðir skór með demöntum, silfurskór, mmm....

Dreymdi líka að ég var að sigla með Norrænu, en eins og allir vita er hún í raun risastórt tankskip, og hvað skyldi vera í tanknum annað en súpan sem farþegarnir éta á leiðinni.  Súpan í þessari ferð var svona köld mexíkósk grænmetissúpa, mjög góð (hef samt aldrei smakkað svoleiðis).  Reyndi mikið að rifja upp hvernig súpa hefði verið þegar Gradualekórinn sigldi með Norrænu árið 1996.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig dreymir líka oft föt sem ég á ekki og skó sem eru undurfallegir en ég hef aldrei séð áður. Ef ég væri ekki svona léleg saumakona gæti ég lifað á því að hanna öll þessi föt - a.m.k. átt fjölbreyttari fataskáp.

Í nótt dreymdi mig einmitt líka svona kemst ekki af stað til að gera það sem á að gera draum. Rosa stressandi, sérstaklega vegna þess að ég var í fæðingarsal (ég endurtek, SAL!) þar sem allar konurnar voru að fæða í einu og ég komst ekki í ferðalagið sem ég ætlaði í. Hver veit nema ég nái því í nótt...

Ég hefði kannski bara átt að blogga sjálf :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband