Hreiðurgerð í Muggensturm

Elín stóra systir er alveg að springa úr óléttu og getur ekki ákveðið hvort hún á að fæða barnið strax og hafa það grenjandi yfir sér eða bíða þar til það á að koma rétt fyrir jól.  Eiginlega má hún ekki vera að því að fæða það strax því það er svo margt sem hún þarf að gera fyrst, en sem betur fer er ég í heimsókn til að hjálpa henni að baka jólasmákökurnar (og borða þær) og gera ýmislegt fleira ótrúlega gagnlegt.  Nú til dæmis fórum við í búðina í Karlsruhe og Elín keypti sér pils sem nær utan um bæði hana og barnið í maganum, ég þurfti ekki alveg eins stór föt.

cartoon32

Síðan á Hansi stóri bróðir Ágústar (ha á Ágúst stóran bróður?) fertugsafmæli um helgina og þá mætir Ágúst með foreldra sína til landsins, Hallveig eldri litla systirin kemur frá Belgíu en þjófstartar aðeins með því að koma fyrst til Karlsruhe að heimsækja Bjargeyju vinkonu allra (þ.ám. Elínar og Ágústar og mína og Hallveigar) og við ætlum einmitt að hittast allar kellurnar á morgun fimmtudag.  Svo verðum við Hallveig samfó með lestinni á flugvöllinn á föstudaginn að hitta Ágúst og tm&pm og brunum á bílaleigubíl þaðan til Hansa, heví fjölskylduferð omg.

Nú og þess má til gamans geta að Selma er langmesta krúttið, en það eru allir sammála um að hún sé krúttlegri á morgnana.  Ein kenningin er sú að þá er svo langt síðan hún var síðast óþekk að það séu allir búnir að gleyma því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sum börn - Þorbjörg Þula - koma þegar þeim hentar á ógnarhraða (ljósa með markmannshanska til að grípa) þrátt fyrir að vaggan sé ekki tilbúin, öll krúttlegu fötin á snúrunni og Bjartur í stresskasti að hengja upp úr síðustu barnafataþvottavélinni, setja saman vögguna og henda í tösku til að taka með á spítalann sem við rétt náðum svo á áður en daman mætti, ætli Elín sé ekki bara skipulagðari en ég!!

Góða skemmtun í útlandinu, hlakka til að hitta þig

Sibba (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 00:07

2 identicon

Það er kannski bara ég en ég fatta ekki hver tm&pm eru. Giska á tengdaforeldra þína en hvernig útleggjast langstafanirnar?

Erum við ekki allar mesta krúttið á morgnana? :)

Kveðja til allra sem ég þekki/kannast við og eru með þér þarna í útlandinu.

Dagbjört (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

hmm meinti greinilega tm og tp það skýrir sig líklega aaaaðeins betur...  Finnst ég ekki endilega neitt mjög krúttleg á morgnana krumpuð í framan með hárið út í loftið, nema kannski á einhvern lukkutröllamælikvarða.  Finnst ég næstum því vera orðin of gömul til að vera krúttleg.  Selma er aftur á móti á þeim aldrei að það er nokk sama hvað hún gerir, flest af því er frekar krúttlegt hohoho. Skila kveðjunni til Elínar sem er þér ævarandi þakklát fyrir Selmugubbuþrif, og til Ágústar sem kemur til landsins á morgun, jú og tm&pm (sem er dulmál fyrir tm&tp) sem hittu þig nú í síðasta afmæli.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 22.11.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband