Vöfflur vs. pönnukökur

Hef lengi haft mikið dálæti á vöfflum og vöfflubakstri.  Mamma gaf mér forláta vöfflujárn fyrir nokkrum árum og eftir smávægilega byrjunarörðugleika náði ég frábærum tökum á vöfflugerðarlistinni og snara fram dýrindis vöfflum við ýmis tækifæri.  Draumurinn um að færa mig upp á skaftið og reyna mig við pönnukökubakstur hefur þó lengi blundað í mér, en sakir skorts á pönnukökupönnuleysi (eða soleis) hefur lítið gerst í þeim efnum.  En viti menn, Elín stóra sys sendi mig heim með pönnukökupönnuna sína frá Muggensturm því hún getur ekki notaða hana á fansý smansý spansuðueldavélinni sinni.  Elín hefur lengi verið þekkt fyrir að vera snyrtileg með afbrigðum og einhvern veginn dettur mér í hug Soffía barnapía þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna í hug (sem hreinsaði vandlega allt vaxið af fínu kertastjakaflöskunni stóru systurinnar) þegar ég horfi á stífbónaða pönnukökupönnuna hennar Elínar, en eins og allir vita þá á aldrei að þrífa pönnukökupönnur.  

Og svo fór ég að baka í gær, jeminn hvað það gekk skelfilega.  Ágúst sat spenntur með diskinn sinn og beið eftir að moka rjóma og sultu á fallega kringlótta mátulega bakaða þunna og lekkera pönnuköku en þannig fór það ekki, onei.  Og svo á ég ekki einu sinni pönnukökuspaða, það jók enn á dísasterinn.  Hjaaaaaáááálp.  Ógn og skelfing.  Að lokum dró ég bara fram vöfflujárnið, þykkti deigið aðeins og gömlu góðu vöfflurnar glöddu bæði augu og bragðlauka.

Og talandi um vöfflur, hvaða erkigerpi fann upp vöfflujárn með 5 laufum?  Það eiga að vera 4 lauf og hana nú.  Þetta veit móðir mín og var heillengi að finna rétta vöfflujárnið mitt.  Það er líka ástæðan fyrir því að ég hafði ekki tímt að kaupa mér vöfflujárn sjálf, því 4-laufa-vöfflujárnin eru undantekningarlaust miklu vandaðri (og dýrari) en 5-laufa-plebbavöfflujárnin, enda alvöru-tæki fyrir alvöru-fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhí, þú verður að vinna pönnuna inn, sérstaklega ef hún er svona voða hrein. Skella á hana olíu og hita vel (henda svo olíunni), nota svo mikið smjör í fyrstu bakanir, vera alltaf með smjörklípu á milli. Þetta kemur allt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 19:54

2 identicon

Ég hef áður heyrt þig tuða yfir fimm laufa vöfflujárni. Get over it!

orgelstelpa (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband