Djörmaní hír æ kom

Er að fara til Þýskalands í fyrramálið, fyrst kórferð og svo heimsækja Elínu.  Svo fer ég aftur til Þýskalands eftir mánuð, fyrst heimsækja Elínu og svo stóra bróður Ágústar (vissi einhver að hann ætti stóran bróður?).  Æfði mig í þýskunni áðan, hringt í vitlaust númer og spurt sprechen sie deutsch og jújú, vitlausa-númers-konan hafði hitt á deutsch-sprechandi mig og þá vildi hún endilega kaupa af mér bíl, verst að ég vildi ekki selja henni bíl (og hét ekki heldur Tanja eins og konan sem átti að selja henni bílinn), er ekki einu sinni viss um að daman hafi vitað til hvaða lands hún var að hringja eða hvers vegna skyldi þýsk kona vilja kaupa bíl á Íslandi og búast við að sá/sú sem vilji selja bílinn tali þýsku.  Já og hvers vegna skyldi nokkur maður vilja eiga bíl á Íslandi þegar það er hægt að eiga bíl í Þýskalandi og keyra um á þýskum átóbönum.  Adrian tengdasonur mömmu og mágur minn skilur t.d. ekki hvers vegna mamma keypti sér þrusuflottan hraðbrauta-audi með alls konar æðislegum aukabúnaði og risavél til að keyra um á holóttum og hlykkjóttum íslenskum sveitavegum.  En þá er ég komin út í allt aðra sálma. 

Talandi um sálma, söng í jarðarför um daginn (sosum ekki í frásögur færandi) og einn sálmurinn var aldeilis með þeim furðulegri sem ég hef séð, heyrt eða sungið.  (Takið eftir ótrúlegum frumleika í 4. erindi.)

Svona byrjar 1. erindi: Dagur líður, fagur, fríður,

Svona byrjar 2. erindi: Líður dagur, fríður, fagur,

Svona byrjar 3. erindi: Dagur fríður, fagur líður.

Svona byrjar 4. erindi: Eyðist dagur, fríður, fagur (næsta lína: fagur dagur...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Hahaha brilljant texti:) Góða skemmtun í þýskalandi.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 25.10.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband