Ågust ska' være en kvinnesygdommelæge

Ágúst er að reyna að velja sér land fyrir sérnám.  T.d. kemur Danmörk til greina, einn gallinn er að danskan er hið versta mál (enda skilur ekki nokkur maður dönsku, ekki einu sinni Danir)

http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gargandi snilld!  Annars heyrði ég um daginn að færeyskur pólítíkus hefði stungið upp á því að sænska yrði samnorræna tungumálið í stað dönsku, þar sem fleiri skildu það mál en dönskuna.  Þar sem danir, norðmenn og svíar hata jú allir hver annan er ég með lausnina:  Allir skandinavar eiga að læra íslensku í skóla.  Hún er jú e.k. fornskandinavíska.  Allir elska jú Ísland og íslendinga, þannig að hrepparígur blandast ekki inn í málið.  Svo sleppum við að læra dönsku í skóla og getum lært swahili eða latínu í staðinn.  Jú eða finnsku, ég held að fleiri jarðarbúar skilji og tali hana en dönskuna.  Hún ætti því að nýtast okkur betur ;) sorrý Sigrún

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:33

2 identicon

Gallinn við sænskuna er sá að hún er svo fyndin að það er mjög erfitt að taka sænskumælandi fólk alvarlega. Sérstaklega ef það segir í sífellu: o, juste eða oho. Norskan er ennþá verri. Norðmaður sem segir ,,jeg er så deprimeret" er drepfyndinn. Ég viðurkenni fúslega að danskan er hvorki fyndin né skemmtileg og seint myndi ég telja hana auðlærða. En! Í Danmörku búa nokkrar milljónir sauða sem vegna mikilla reykinga og áfengisdrykkju eiga erfitt með að sjá nokkurn skapaðan hlut í fókus. Nú er því tækifærið að arðræna landið gjörsamlega. Með góðri dönskukunnáttu ætti Íslendingum að reynast auðvelt að sölsa undir sig allar eignir danskra þegna og gera Grænland (og þar með olíulindirnar) að íslenskri hjáleigu á meðan Danir fá sér nokkra öllara í Hviids. Ég gef dönskunni mitt stig. Skál fyrir því.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ég er á fjárfestinganámskeiði / pengefastighedslæresked, ætla að byrja á að kaupa sívala turninn, svo liggur leiðin bara upp á við í spíral

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.10.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband