15.10.2007 | 23:18
Mælirinn svo gjörsamlega troðfullur að flæðir upp úr öllum keröldum
Vaaaáááá hvað ég gæti skrifað langa færslu um ýmsar ástæður þess að fólk kýs að búa í eigin húsnæði og helst í sérbýli.
15.10.2007 | 23:18
Vaaaáááá hvað ég gæti skrifað langa færslu um ýmsar ástæður þess að fólk kýs að búa í eigin húsnæði og helst í sérbýli.
Athugasemdir
Drepa nágrannar þínir líka í sígarettunum á ganginum, brjóta rúður í sameigninni, stela ísskápum úr sameigninni, eyðileggja útidyrahurðina, krota á veggina, halda 100 desibila partý aðfararnótt hvers einasta helvítis sunnudags, leggja hjólunum sínum aldrei í hjólastandana, skilja ónýtt drasl eftir á ganginum fyrir framan geymslurnar í kjallaranum, þrífa ekki eftir sig þegar pizzan þeirra hefur brunnið við í ofninum á sameiginlega eldhúsinu, skilja eftir kassa undan píanói frammi á gangi, geyma ruslið sitt á ganginum þar til það er orðið verulega úldið, henda auglýsingabæklingum á gólfið, sulla niður þvottaefni í þvottahúsinu, hreinsa ekki lóna úr þurrkaranum, taka blautan þvottinn þinn úr þurrkaranum þegar þú ert að þurrka og setja sinn þvott í staðinn, stela þvottakörfunum, hitta ekki ruslarennuna eða bara skilja ruslapokann eftir við hana, skilja eftir notaðan smokk við hliðina á útidyrahurðinni, henda tyggjói á gólfið á ganginum...
orgelstelpa (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:39
Lækka í ofnunum mínum, henda hjólunum mínum út úr bílskúrnum, henda dótinu mínu út úr þvottahúsinu, snappa yfir söngæfingu, öskra á ömmu sína, skamma barnabarnið (amman), laumast um íbúðina mína á nóttunni til að þvo þvott, setja einhliða reglur um "hávaðatíma", syngja falskt og spila illa á gítar (eftir að "hávaðatíma lýkur"), segja mér ekki frá því að þvottahúsið verði ónothæft í lengri tíma (við hjónin farin að lykta illa), þetta er samt allt ósköp saklaust en slatti á íslenskan mælikvarða og nóg til að koma húsmóðurinni í kjallaranum í hvert geðprýðiskastið á fætur öðru...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 16.10.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.