Kambarnir orðnir flatir eftir að ég spændi upp þá

Kambakeppnin fór fram í ofsaroki á sunnudaginn, vindhraði á bilinu 55-100 km/klst.  Í mótvindinum var það bara fúlt, í hliðarvindi stóóóórhættulegt (einn fauk alveg yfir á mótakreinina) en í meðvindi frekar gaman... 

Kambakeppni

Glöggskyggnir kynnu að taka eftir að ég er með færri medalíur en Bryndís við hliðina á mér, það er vegna þess ég fell bara inn í einn opinn flokk meðan henni tekst að keppa í tveim flokkum í einu, fær silfur í opnum flokki og gull í unglingaflokki (hvað sem eru nú margir í þeim flokki) en Bryndís er einmitt 14 ára grínlaust, sé ekki margar 14 ára stelpur fyrir mér hjóla upp Kambana í ofsaroki án þess að kvarta.  Þess má til gamans geta að hún tók fram úr Hauki á leiðinni, það var reyndar þannig að hann tók fram úr henni, svo fauk Bryndís fram úr honum, svo fór Haukur fram úr henni aftur...

Hlutfallið milli karla- og kvennaflokks var mjög skemmtilegt í þetta skiptið, 4 strákar og 2 stelpur!  Það þýðir að strákar eru hlutfallslega hræddari en stelpur við að hjóla í roki.

Og snúum okkur nú að allt öðru, skógræktarfræðingur sem vinnur með tengdapabba hefur tekið þvílíku ástfóstri við ræktunaráform okkar hjóna að hann gefur okkur endalaust plöntur, á föstudaginn og sunnudaginn settum við niður tæplega 70 vænar birki- og loðvíðiplöntur við sumarbústaðinn, þetta stefnir í heljarinnar skóg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, þess vegna varst þú hvergi sjáanleg á fjölskyldudeginum inni í Langholti :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.9.2007 kl. 08:39

2 identicon

Sko stelpuna!! Spænir upp kambana í vindbelging eins og ekkert sé

 Þetta er náttúrlega bilun

Sibba (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband