Flugbjörgunarsveitin

Við Haukur skelltum okkur í nýliðastarfið hjá Flugbjörgunarsveitinni og fórum í fyrstu æfingaferðina núna um helgina.  Mikið gaman.  Fórum inn í Þórsmörk og fyrri daginn gengum við upp Fimmvörðuháls-leiðina upp að Heljarkambi, beygðum þar niður í Hvannárgil, upp úr því í átt að Básum, skoppuðum upp á Útigönguhöfða og enduðum í Langadal. 

1393336759_5d1ac2b885

Hér erum við á leið upp Útigönguhöfða, Krossá rennur ísköld þarna niðri og Langidalur er hægra megin við Valahnjúk sem kúrir í þokunni.

Í Langadal var svo gerð heiðarleg tilraun til að grilla um kvöldið, bæði nýliðar á fyrra og seinna ári, samtals 40 manns og kolin dugðu undir grillflöt sem er minni en grillið mitt! Ég eldaði þessar fínu kótilettur á pönnu inni í skála...

Seinni daginn fórum við aðra hringferð, m.a. upp á Rjúpnafell í frábæru skyggni.

1394303718_bb536c4bc3

Haukur er hálfþreytulegur enda er hann að reyna að halda í við mig, það tókst engan veginn því ég er löngu horfin og það er Helgi nýliðadrengur sem tekur myndirnar

1394271872_1cd46e34a6

Leiðin upp á Rjúpnafell er mjög skemmtileg

1394293076_8eb4ea802a

og útsýnið alls ekki slæmt

1393380135_10b6b657cd

Laugavegurinn liggur um þetta svæði.

1394284762_78d062e601

Enduðum síðan daginn á því að vaða Krossá í skítakulda, margar kvíslar og bíða á milli, hef aldrei upplifað annan eins sársauka í fótunum enda stóð ég á orginu meira og minna.  Stakk upp á aflimun við ökkla og fleiri tóku undir að það gæti ekki verið verra en þetta.  Sumir gösluðu bara yfir í gönguskóm og fullum skrúða, annað en ég með mína fögru leggi.

1394308154_dabeb24034

Þessir leggir verða einmitt notaðir rækilega í síðustu hjólreiðakeppni sumarsins, kl. 14.30 á laugardaginn við Reykjavíkurtjörn, mjög áhorfendavæn keppni, allir að mæta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ nú langar mig á fjöll

Sibba (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:03

2 identicon

Rosalega ertu heppin að eiga svona góðan bróður sem nennir að dröslast með þér í allar þessar ferðir. (og rosalega er hann bróðir þinn heppinn að eiga svona litla, leggjafagra systur sem nennir að hafa hann með í allar þessar ferðir).

orgelstelpa (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband