Ég er mjög stolt af silfrinu mínu!

Þegar þokunni loksins létti í Færeyjum og keppni hófst kl. 18 á laugardaginn var komið skítaveður í Hvalfirðinum og endaði með að keppninni var hætt eftir nokkra kílómetra vegna hættulegra sviptivinda.  Við mættum þá bara galvösk kl. 10 á sunnudagsmorgun og þá hófst fjörið!  Færeyska þríþrautardrottningin Súsanna reyndist svona helv.. góð og barasta í fyrsta sinn sem það er einhver harka í kvennaflokknum.  Við djöfluðumst og djöfluðumst og amk ég alveg að springa, breikuðum (stungum af) til skiptis en ekki hjálparlaust!  Súsanna var með heila tvo Færeyinga sér til aðstoðar sem skiptust á að draga hana

Hvalfjörður 1

og ekki voru þeir að hjálpa mér oneii.  Ef glöggt er skoðað sést illkvittnissvipur á Súsönnu (nr. 2) en örvæntingarsvipur á mér (nr. 3).  En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og Haukur bró birtist til að hjálpa litlu systur, eða öllu heldur til að bjarga heiðri Íslands í landskeppninni.

Hvalfjörður 2

Hann var þá búinn að missa vonina um að blanda sér í toppbaráttuna (ahemm) svo þetta var ekkert svo hræðileg fórn (ekki það að hann hafi ekki verið alveg að springa við það að draga mig), en takk Haukur minn!  Nú en af því að keppnin var svo ósköp erfið ákváðum við að hvíla okkur 2x á leiðinni.  Fyrst klikkaði eitthvað í hjólinu hjá Súsönnu og þá gekk nú eiginlega ekki annað en að bíða á næstu hæð!  Svo fór aldeilis að klikka hjá mér og þegar ég var búin að bölva mjöööög mikið kom í ljós að keðjan mín var ónýt og ég þurfti að hætta!!!!!  Angry AAaaaaarrrrrggggg!!! Eins og keppnin var hrikalega æsispennandi.

Fyrirboði 1:  Gunnlaugur að setja nýju Shimano ultegra keðjuna á hjólið um leið og allt gíradótið: "Ég nota aldrei Shimano keðjur, þær eru drasl"

Fyrirboði 2:  Haukur þegar við vorum að keyra upp í Hvalfjörð:  "Þú veist að 10 gíra keðjur eru ekki eins sterkar og 8 gíra, það er meiri hætta á að slíta þær ef þú stígur of fast" (hann var reyndar að grínast, ekki mikil hætta á að ég stígi svo fast...)

En jæja ég fékk kædesammensættestykke (eins og ég útskýrði fyrir Færeyingunum) og svo var tímataka/time trial kl. 17 og þá var allt gefið í botn.  Það er reyndar obbolítið erfitt að gefa í botn í keppni nr. 2 sama dag en ég píndi mig í 20 km og var 33 sekúndum á eftir þeirri færeysku og kvarta bara ekki neitt!  Þess má til gamans geta að Súsanna var bara 7 sekúndum á eftir Hauki...  Ég stóð mig bara mjög vel og hjólaði ógeðslega hratt og er ferlega ánægð með mig!  Megi Súsanna koma sem oftast til Íslands að keppa og ég stefni á Statoil keppnina í Færeyjum næsta sumar

797px-FaroeseFlag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo töff!!!

Dagbjört (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:43

2 identicon

Voða dugnaðarforkur ertu Lára.  Ég vildi að maður hefði þennan dugnað í sér. Kannski er bara málið að fara að drífa sig af stað og gera eitthvað eins og þú   Alla vega, til hamingju með silfrið þitt

Kveðja,
Erna

Erna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband