Landskeppni Íslands og Færeyja í hjólreiðum

Fer fram þessa helgi hér á klakanum. Fyrsta keppnin var í gærkvöldi og Ísland sýndi ótrúlega yfirburði, sérstaklega í kvennaflokki.  Ekki aðeins erum við íslensku stúlkurnar miklir hjólasnillingar heldur sýndi Ísland veðurfarslega yfirburði því færeyski kvenkeppandinn var þokutepptur í Færeyjum ásamt hálfu færeyska liðinu.  Því var tiltölulega auðvelt fyrir okkur íslensku tvær að ná tveimur efstu sætunum í kvennaflokki hrmpf hrmpf. (Já og þar af ég með gullið ovkors)

Landskeppni sept07 4

Hér er ég á harðaspretti á Rúdolf racer, en hann fór í extrím meikóver á miðvikudaginn og heitir nú Rúdolf "ultegra" racer.  Varúð, eftirfarandi texti inniheldur hjólanördaefni.  Þetta góða hjól keypti ég notað fyrir slikk (40 þús.), stellið er dandalagott, létt og fínt og stærðin hentar mér mjög vel (svona götuhjól þurf að passa eins og flís við rass), en gírarnir voru ekkert fínir, bæði gamlir, ekki svo merkileg týpa og lélegur árgangur svo það var fyrirsjáanlegt að ég mundi splæsa á nýja gíra við tækifæri.  Nú Haukur var staddur í Kaupmannahöfn í ca. 2 klukkutíma á miðvikudaginn og eyddi þeim í að kaupa allt nýtt á hjólið fyrir litlusystur og kom heim með ultegra grúppu (sem er eiginlega það næstbesta í boði fyrir tiltölulega venjulegt fólk og kostaði jafnmikið og ég borgaði fyrir hjólið sjálft).  Í tilefni dagsins skrúbbaði ég Rúdolf í bak og fyrir og bónaði hann í tætlur, fór svo með hann í heimsókn til Gunnlaugs ofurhjólasnillings sem reif allt í sundur og skellti nýja dótinu á (tannhjól framan og aftan, skiptar, bremsur, handföng, allt saman) og nú er ég komin á þvílíka ofurhjólið!  Svíf um eins og í draumi.  Í raun og veru er það eina sem er eftir af upprunalega Rúdolf stellið, framgaffallinn og nokkrir smáhlutir, m.a.s. stýrið og hnakkurinn er nýtt.

PICT0036

Svo er bara að vona að Færeyingarnir nái hingað í dag, enn þá verið að fresta fluginu þeirra og þar með keppninni í dag sem átti upphaflega að vera kl. 10, svo 15 og verður væntanlega kl. 18, má ekki seinna vera vegna myrkurs og rigningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband