13.8.2007 | 09:52
Hvernig ætli carbon-skósólar séu á bragðið?
Aaaarrg ég gerði ótrúlega heimskuleg mistök í keppninni í gær og missti af titlinum! Aldrei að vanmeta andstæðinginn... Stelpa sem ég þekki lítið sleit sig frá hópnum á 2. hring (af 4) og ég hélt að hún myndi bara slíta sér út og við næðum henni fljótlega, hélt áfram að chilla með hinum stelpunum en svo kom bara í ljós að þær hjóluðu allt of hægt og þegar ég stakk þær af á 3. hring var það orðið of seint hjólaði svo síðasta hringinn með krampa í lærinu og grábölvandi.
En hugsið ykkur hvað það hefði verið svekkjandi að vera búin að vinna báða götuhjólatitlana, þá hefði leiðin eiginlega bara getað legið niður á við eða í besta falli gæti ég staðið í stað
Ætli ég fari ekki bara að éta skóna mína núna, samt á mörkunum að ég tími því, þeir eru nefnilega svo hrikalega flottir og góðir.
Athugasemdir
Dramb er falli næst segir máltækið
Auður Sauður (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:03
Þakka stuðninginn...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.8.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.