3.8.2007 | 09:18
Ooooooooooooooooooooooo........
......oooooooooooooooooooooooooo ég skíttapaði á miðvikudaginn, agalega svekkjandi! Kemur í ljós að það borgar sig að æfa, var að stíga á fjallahjólið í annað skiptið í sumar mwahaha. Hjólaði eins og mörgæs, þurfti að hægja á mér fyrir allar "hættulegu" beygjurnar, rétt svo dreif upp brekkurnar móð og másandi, vantaði bara að ég hefði dottið, fengið blóðnasir, farið að skæla og pissað svo á mig... Komst samt reyndar skammlaust í gegnum þrautabraut í skóginum í fyrsta skiptið í keppninni sjálfri, hafði ekki tekist það á æfingu! Ógeðslega erfið braut og ef það segir eitthvað um hossinginn og líðanina í afturendanum þá seig hnakkurinn svo mikið að ég þurfti að stoppa og hysja hann upp...
Bryndís sem vann átti það hins vegar algjörlega skilið, búin að æfa fjallahjól hér um bil frá fæðingu og hjólaði eins og berserkur (ég rústaði henni samt í síðustu götuhjólakeppni...)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.