1.8.2007 | 14:29
Mætt í borgarsollinn
Jahá, komin heim fyrir þó nokkrum dögum. Gengur á ýmsu og gekk líka á ýmsu í síðustu ferð, omg hvað fólk getur verið með óraunhæfar væntingar um hálendisferð (bíddu nú við, af hverju eru ekki ferskir ávextir með morgunmatnum og salat með kvöldmatnum?) og reyndar endaði með því að það keyrði svo gjörsamlega um þverbak að ég sendi þær tvær fúlustu heim og bara allir kátir með það (nema reyndar Arinbjörn á Brekkulæk sem tók þær með sér heim með því skilyrði að þær færu beint suður...)
Var að fá sendar nokkrar myndir (650 stk.) úr fyrstu ferðinni. Ég fór á kostum við að flaka silung og ná upp þrýstingi eftir að vatnsleiðslan fylltist af lofti:
Svo var alltaf skemmtilegt þegar menn stukku yfir Skammá með 'ahemm' dálítið misjöfnum árangri. Það þarf að stökkva yfir 3 kvíslar og ég hef reyndar ekki tekið saman tölfræðina yfir hversu margir skór hafa blotnað...
En svo er það fyrsta Íslandsmeistaramótið í kvöld, fjallahjól við Rauðavatn, mjög skemmtileg en reyndar þrælerfið braut, þetta verður áhugavert...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.