Drangajökull um síðustu helgi

 

Hér er leiðin, fórum fyrsta daginn (rautt) fram og til baka á Snæfjallaströndinni (rautt), 2. daginn (blátt) yfir jökulinn með viðkomu á Jökulbungu (hæsti punktur) og Hrolleifsborg niður í Reykjarfjörð á Ströndum, 3. daginn yfir NA-hornið á jöklinum niður í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum og vorum sótt þangað á báti.

Drangajökull 250 000

Útsýnið yfir Djúpið frá Snæfjallaströndinni

P5260122

Gengum inn dalinn upp af Kaldalóninu hans Sigvalda til að komast upp á Drangajökul

 P5270133

Haukur makar á sig sólvörn, Kaldalón og Djúpið í baksýn

P5270140

Útsýnið af Jökulbungu, sést niður í Jökulfirði

P5270151

Komin upp á Hrolleifsborg, Reykjarfjörður fyrir miðri mynd

P5270168

Sveitt, þreytt og sólbrunnin, enda var þetta 12 tíma rölt.

P5270182

Haukur alsæll í sundi í Reykjarfirði, Hrolleifsborg sést í fjarska milli húsanna.  Í Reykjarfirði var byggð fram undir 1960 og talsvert af húsum, bæði gömul og líka ný sumarhús, og að sjálfsögðu þessi fína sundlaug.

P5270185

Hrolleifsborg um miðja nótt

P5280197

Síðan töltum við til baka yfir jökulinn.  Svona fer maður að því að fá sér nesti, ég gróf þessa fínu holu undir rassinn á mér og notaði bakpokann sem skjól.  Haukur varð hálfsvekktur þegar hann sá að ég hafði bara grafið einbreiða holu...

P5280209

Síðan beið báturinn eftir okkur í Hrafnfirði

P5280220


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ég verð þreytt af því að lesa þessa færslu!
Vona að þú eigir margar góðar stundir með Selmunni þinni sætu og mömmu hennar þessa dagana.

Dagbjört (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:28

2 identicon

Ég sakna Íslands.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband