14.5.2007 | 12:28
Besti gönguleiđsagnarbekkur í heimi!
(Ţó hann sé hćgfara)
Vaaaááá hvađ bekkurinn minn er skemmtilegur! Ţađ hefđi alveg mátt vera skítaveđur allan tímann og ferđin samt veriđ frábćr. Veđriđr var sosum ekkert til ađ hrópa húrra fyrir en viđ sólbrunnum samt öll og enginn fraus. Ágćtis skyggni og flott landsvćđi. Menn tóku líka upp á ýmsu öđru sér til skemmtunar en ađ ganga, t.d. glíma, skylmingar (međ göngustöfum), salsa (mjađmahnykkirnir ótrúlega góđir eftir göngu međ ţungan poka), línudans, jóga, teygjur, söngur, fyllerí, tröllasögur og draugasögur, Íslendingasögur, lygasögur og meira og meira. Allir höfđu eitthvađ fram ađ fćra og ótrúlegt hvađa vitneskja leynist í kollunum á sumum. Ég var náttúrulega óţolandi allan tímann og var spurđ á síđasta degi "hefurđu veriđ greind ofvirk?".
Nokkrar myndir:
Rennum okkur á rassinum niđur sinubrekku efst í Grímsdal undir Vikrafelli
Í tjaldstađ viđ Langavatn, Arna reynir ađ kveikja í öllu lauslegu
Í Gvendarskarđi milli Hafravatnsdals (vestur af Langavatnsdal) og Ţórarinsdals (austur af Hítardal), aldursforsetinn og brúđuleikkonan Hallveig er ábyggilega ađ segja skemmtilega sögu.
Jóga-teygjućfingar í skála viđ Hítarvatn undir öruggri stjórn Hörpu og Hallveigar (sem báđar stunda Kundalini-jóga, hvađ sem ţađ nú er)
En nú ćtla ég ađ halda áfram ađ lćra undir enskupróf, ćtla ađ nćla mér í réttindi til ađ segja "this way, please" fyrir peninga. Úr ţví ađ ég náđi ţýskuprófinu ţá ćtti ég ađ fljúga í gegnum enskuprófiđ... (búin ađ lćra ađ landvćttir er landvćtts á ensku, reyndar skrifađ landwights)
Athugasemdir
Ţetta hefur greinilega veriđ hin skemmtilegasta ferđ, skemmtilegt ađ prófa ađ vera í tjaldi í maí - einhver hefđi kvartađ um kulda en veđurfar er hugarfar
Efast ekki um ađ ţú rúllir upp enskuprófinu.
Kv Sibba
Sibba (IP-tala skráđ) 14.5.2007 kl. 15:36
Mér var nú kaldara ţegar ég tjaldađi í 700 m hćđ í Botnssúlum í janúar í fyrra... frosinn rass
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 16.5.2007 kl. 13:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.