Lokaferð Leiðsöguskólans og verkefni handa ykkur

Nú er komið að lokahnykknum í gönguleiðsögninni, 5 daga gönguferð um Vesturland:Lokaferð

Fer í fyrramálið og kem aftur á sunnudagskvöld.  Verið að tékka hvort við höfum lært eitthvað í vetur.

En á meðan er komið að æsispennandi verkefni fyrir ykkur dyggu lesendur! Þið eigið að gjöra svo vel að kvitta fyrir ykkur og viðurkenna hver þið eruð.  Þið megið ráða hvort þið kommenterið við þessa færslu eða í gestabókina neðst á síðunni.  Það er nokkuð frjálst hvað þið skrifið en hér eru nokkrar tillögur svona til að koma ykkur af stað:

"Hæ ég heiti XX og les alltaf bloggið þitt af því að ég veit að þú verður svo reið ef þú kemst að því að ég geri það ekki"

"Sæl Lára, ég heiti XX og þekki þig nú ekki neitt en les alltaf bloggið þitt og þú hefur smátt og smátt orðið fyrirmynd mín í lífinu"

"Lára mín, ég les nú bara bloggið þitt af því að ég er mamma þín"

"Þetta er XX, ég vildi að ég gæti sloppið við að lesa bloggið þitt en það er bara einhver vírus í tölvunni sem gerir það að verkum að bloggsíðan þín poppar upp hjá mér á hverjum degi, helv.. vesen"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið að heilsa Dalamönnum.

Taktu með þér girni og öngul, ég veit nákvæmlega hvar þú næðir í væna bleikju í Hítarvatni.  Verst að þú þyrftir að éta hana á staðnum.

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:01

2 identicon

Halló Lára, ég les alltaf bloggið þitt því þú ert ekki lengur með mér í bekk og ég verð að heyra kaldhæðnar Lárusögur öðru hvoru. Það er einfaldlega hverri konu hollt.
Góða ferð vestur og fyrir vestan.

Dagbjört (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:34

3 identicon

Sko, ég les Lárublogg því það er hreinlega besta lesefnið (á íslensku) sem ég kemst í milli árlegu jólabókasendingunar hans pabba - hér er að finna sitt lítið af öllu, grín, drama, leyndardómur, hetjusögur... og kannski bætast tröllasögur við eftir helgi!? 

Góða ferð og gangi þér vel mágkona.

hallveig (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:52

4 identicon

Hæ ég heiti XX og les alltaf bloggið þitt af því að það mér finnst það örva skjaldkirtilsframleiðsluna hjá mér og ég hef trú á því að ég grennist ef ég les það. Ég finn líka að mér fer fram í samlagningu.

XX (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:28

5 identicon

Hæhó Lára! Ég rakst inn á bloggið þitt fyrir einhverjum mánuðum síðan og var svo að enduruppgötva það núna áðan, mjög skemmtileg lesning!

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:38

6 identicon

Hæ Lára ég heiti Elvar og les alltaf bloggið þitt vegna þess að annars fæ ég ævilangt keppnisbann. Svo er líka svo gaman að reikna út summu tveggja talna.

elvaro (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband