30.4.2007 | 13:32
Fjör í Markarfljóti og fyrsta gaffalstungan
"Þverun straumvatna" var á dagskrá í skólanum á laugardaginn. Ég hef reyndar hingað til kallað þetta bara að vaða ár, en ætli ég verði ekki bara að þvera straumvötn héðan í frá. Við fórum og djöfluðumst í Markarfljóti heilan dag og skemmtum okkur hið besta!
Hér eru rassarnir okkar í þurrbúningsbuxunum
Fyrst vorum við bara að dúlla okkur yfir meinlausar kvíslar en færðum okkur svo upp á skaftið. Við áttum nefnilega bæði að komast að því hvað við gætum
En svo fór ég líka austur í Fljótshlíð á sunnudaginn með Ágústi og tengdapabba og við mældum fyrir skúrnum góða sem á að byggja í sumar
og ég tók "fyrstu gaffalstunguna" að kálgarði. Hann er reyndar frekar skondinn, u.þ.b. 80 cm í þvermál og inniheldur ca. 20 radísur og 10 kartöflur. En mjór er mikils vísir...
Athugasemdir
Til hamingju með þennan áfanga Lára og Ágúst
Eyþór Ingi (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:54
Mér finnst skólinn þinn alveg ótrúlega spennandi og fæ bara fiðrildi í magann af lýsingunum á öllu því sem þú færð að prófa. Líst líka vel á kálgarðinn (sem inniheldur greinilega ekkert kál). Ég mun biðja fyrir góðri uppskeru.
orgelstelpa (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.