27.4.2007 | 10:37
Mér eru allir vegir færir
Úr árbók Ferðafélagsins 1962 um Arnarvatnsheiði og nágrenni:
"Það er 20 mínútna skikkanlegur gangur upp skriðuna að Eiríksgnípu og hægt að ganga allt í kringum hana, jafnvel fyrir kvenfólk."
Það er hins vegar spurning hvernig mér gengur með Surtshelli:
"Þar er erfitt að komast niður, en þó fært liprum karlmönnum."
En ég get þó allavegana þvælst um heiðarnar mér til heilsubótar:
"Ef til vill má telja til nytja af heiðunum, að þar una menn vel, og þangað er gott að fara í fríum, og hygg ég, að það sé gott við taugaveiklun og kaupstaðaþreytu."
Athugasemdir
Schnilld!
Sigríður R. Pétursdóttir / SIGGA PÉ, 27.4.2007 kl. 15:46
Fliss! Jafnvel fyrir kvenfólk...
Dagbjört (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.