25.4.2007 | 21:29
Lára Nóbelsverðlaunahafi
Mig dreymdi að ég hafði fengið Nóbelsverðlaun. Í bókmenntum af öllum greinum. Það var soldið síðan þetta hafði gerst og hafði ekki hlotið neina athygli og í draumnum var ég loksins að átta mig á því að þetta væri nú nokkuð merkilegt og var steinhissa að það sem ég hefði skrifað væri metið til jafns við verk Halldórs Laxness. Sérstaklega þar sem ég mundi nú ekki eftir að hafa skrifað neitt. En mér flaug í hug að setja inn á bloggið mitt að ég hefði fengið þessi fínu verðlaun, svo að fólk myndi nú vita af því. Svo var ég líka komin með svona nóbels-skírteini í veskið og datt í hug að það gæti hjálpað mér að komast yfir landamærin inn í Egyptaland (ekki það að ég viti hvað ég ætlaði að gera þar).
Draumaráðning: Mig dreymir um að verða rithöfundur með aðsetur í Egyptalandi og þrái viðurkenningu fyrir ritstörf.
Aðrar tillögur?
Athugasemdir
Getur verið að þú sért ekki búin að fá neitt hrós fyrir krosssaumsrósina?
Pýramídarnir í Egyptalandi eru dáldið svipaðir sumum fjöllum í Skaftafelli.
Kveðja Kjartan Vald.
Kjartan Valdemarsson, 26.4.2007 kl. 15:28
Ég var næstum því búin að keyra á þig á landspítalabílastæðinu um daginn, hjá þúfunni sem á að vera hringtorg. Varst óneitanlega mjög vígaleg í hjólanördagallanum.
Ólöf spólöf (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.